Jæja…ég var að koma af tónleikum Paul Simon. Hann hefur greinilega verið í góðu stuði því að tónleikarnir voru hreint stórkostlegir. Hefði viljað heyra meira af Simon and Garfunkel lögunum, en það breytti ekki miklu. Nýna stöffið hans er gott, mjög svo.

Ég skildi samt ekki hvað þeir voru alltaf að skipta um gítara eftir hvert lag. Mér fannst ekki töff þegar einn gítarleikarinn var með Gibson doubleneckinn í lokin. Hefði mátt sleppa því.

En áhorfendur voru greinlega að fíla hann, enda var hann klappaður tvisvar upp. Mikið betri tónleikar en Dylan tónleikarnir um daginn.

Hvað fannst ykkur sem voru þarna, á sama máli og ég?