Þetta stendur á síðu 55 í Morgunblaðinu í dag:

Viðburðarfyrirtækið Concert hefur ákveðið að færa stórtónleikana með Bob Dylan þann 26. maí úr Egilshöll í nýju Laugardalshöllina. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu var Egilshöll fyrsti kostur Concert fyrir tónleikana þó að ljóst væri að aðeins brot af húsnæðinu yrði notað enda hægt að koma þar fyrir 15-18.000 manns. Nýja Laugardalshöllin hefur nú nýverið fengið öll tilskilin leyfi fyrir allt að 8.000 manna tónleika og er því ekkert til fyrirstöðu að færa tónleikana þangað og ná þannig fram talsverðri hagræðingu.

Hvernig líst ykkur á þetta?
asdf