mbl.is


Clapton með tónleika á Íslandi
Breski tónlistarmaðurinn Eric Clapton heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni í Egilshöllinni hinn 8. ágúst næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í Evróputónleikaferð Claptons sem hefst í sumar og kemur í kjölfarið á útgáfu safnplötunnar Complete Clapton, og mun hann því flytja öll sín vinsælustu lög á tónleikunum. „Clapton nýtur náttúrlega ómældrar virðingar sem tónlistarmaður, og ekki síst sem gítarleikari,“ segir Kári Sturluson sem stendur að tónleikunum ásamt Grími Atlasyni.

Alls verða um 10.000 miðar í boði á tónleikana, og verður fyrirkomulag forsölu kynnt í næstu viku.

Þetta verður geðveikt, þótt ég er ekki Clapton fan…