Allt í lagi, ég veit að ég hef ekki verið virkur hér á Gullöldinni í svolítinn tíma en hef skoðað þetta reglulega og fór að velta því fyrir mér eins og margir hafa gert áður.. að það er allt, allt of mikið talað um sömu hljómsveitirnar og tónlistarmennina hér.

PinkFloyd-LedZeppelin-Queen-BobDylan-Who-Bonham-Page-Mecury-Lennon-McCartney-KeithMoon-JimiHendrix og Beatles.

Hver er ekki til í að fara að senda inn eitthvað nýtt, eitthvað sem er ekki alltaf verið að tala um hérna og auka þannig þekkingu annara sem þekkja bara Floyd og Zeppelin og skapa nýjar og skemmtilegar umræður??? Sendum inn nýtt efni og reynum að halda því þannig að það koma ekki Floyd og Zeppelin myndir í öðrum hverjum póst.

Okey ég ætla að hefja þetta með því að senda inn mynd af hljómsveit sem var vel þekkt á Gullöld rokksins en er aldrei talað um hérna.