Sælir Gullaldarmenn,
Í blaðinu í dag las ég grein um það að Safnarabúðin á Frakkarstíg niðri í bæ væri að hætta og þar væru fín tilboð á öllu sem þeir selja: s.s. geisladiskar, bækur, tölvuleikir og ekki má gleyma gömlu LP plötunum sem eru í massavís þarna…

Ég fór þarna áðan og eyddi aðeins meira en klukkustund í að fara yfir flest allar plöturnar og þetta er sannkölluð Gullnáma! þótt ég hafði farið þarna áður hafði ég aldrei tekið mér nægan tíma í að skoða vel en í dag fann ég helmingi meiri plötur en ég hélt að væru þarna… hafði bara aldrei farið í hinn endann á búðinni…
það sem ég keypti á vinyl var eftirfarandi:

Electric Light Orchestra:
*Discovery
*Out of The Blue
*Time
*ELO's Greatest hits
*A New World Record
*On The Third Day
Steve Miller Band:
*Fly Like An Eagle
Boston
*Don't Look Back
Toto
*Toto
Stevie Wonder
*Songs in The Key of Life
Stuðmenn
*Sumar á Sýrlandi
OST
*Saturday Night Fever
Gary Glitter
*Greatest Hits

allt þetta fékk ég á mjög góðum díl!

Núna kem ég aftur að ELO(Electric Light Orchestra) eins og stendur fyrir ofan keypti ég Discovery plötuna en það voru 3 eintök af henni í viðbót og að auki 2 af A new world record, og ein önnur Time þessi eintök lagði ég lárrétt ofan á plöturnar sem eru fyrir neðan Bruce Willis plaggatið hægra megin þegar maður labbar inn í búðina þannig að þeir sem hafa áhuga get auðvitað keypt þessar plötur…

en ég mæli eindregið með því að fólk renni við í þessari búð, skoði og nýti sé góða verðið þessa síðustu daga sem húner opinn, hún hættir um mánaðarmótin held ég, BTW það er opið á morgun (laugardag) frá klukkan 14.00 :)