Kvöldið góða fólk



Mörg ykkar eiga plötuspilara sem hugsanlega lágu útí bílskúr mjög lengi þangað til þið voruð komin á þann aldur að þið fóruð að hlusta á tónlist, og ykkur langaði svo að spara pening og nota gömlu plötur foreldra ykkar, svo þið báðuð foreldra ykkar að hjálpa ykkur með plötuspilarann r som :)


Allavega, ég er í vandræðum, ég og pabbi vorum að tengja plötuspilarann áðan, sem ég hef verið að biðja hann um að gera með mér síðustu 2 árin..

(nálin var ónýt, og hann nennti ekki að fara með mér og kaupa nýja..)
En ég tengdi þetta bara vid græjurnar mínar, en það er sko eins og eitthvað sé að, þetta eru ekki græjurnar því ég hef prófað 2 græjur, ég er náttúrulega með þetta stillt á aux, en ég þarf að hækka í hæðsta til að heyra eitthvað, og þá er svona skrjáf og enginn almennilegur hljómur, og ég get ekki hlustað á þetta svona!


sko, á gömlu mögnurunum voru sko sér tengi fyrir vinylplötuspilara, en það er ekki reiknað með að fólk sé að tengja gömlu spilarana við þessar nýju græjur, sko plötuspilarinn sem ég er að nota er 75 árgerð (haha..) pioneer..


Svo, ég kem með þetta hingað því hér er gömul tónlist, og gömul tónlist kom fyrst á vinyl =)

getur einhver hjálpað mér?