Titillinn er nokkuð skýr en, já, Bob Marley á semsagt afmæli í dag 6. febrúar. Hann hefði orðið 62 ára væri hann á lífi.

Í dag er ég búinn að heiðra minningu hans m.a. með að hlusta á tónlistina hans og ég ætla klárlega að hlusta meira á hann núna á eftir. Allavega þá er það Marley að þakka að ég fór að hlusta á tónlist að einhverju viti.

Langflestir þekkja nú eitthvað til hans en ég hvet fólk eindreigið til að kynna sér hann betur.

Til hamingju með afmælið :)