George Harrison.
Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 18.1.2007 | 05:30
Uppkast að söngtexta selst dýrt

handskrifuðum af bítilnum George Harrison, við lagið While My Guitar Gently Weeps seldist fyrir 300.000 dollara, eða um 21 milljón íslenskra króna, á uppboði í Bandaríkjunum nýlega.

Söngtextinn er elsta útgáfa lagsins, svo vitað sé til, og inniheldur línur sem eru ekki í lokaútgáfu þess sem er að finna á Hvíta albúminu sem kom út árið 1968.

Á textablaðinu má einnig sjá handskrifaðar leiðréttingar Harrisons.

Meðal annarra muna sem seldust á uppboðinu var mynd af fugli sem vinur og samstarfsfélagi Harrisons, John Lennon, teiknaði þegar hann var 11 ára. Myndin seldist fyrir meira en 30.000 dollara.

Bítlarnir tóku lagið While My Guitar Gently Weeps upp 25. júlí 1968 og notuðu að mestu textann sem var á blaðinu sem var boðið upp.

Á bakhlið blaðsins má sjá uppkast að söngtexta við lagið Hey Jude sem umboðsmaður Bítlanna, Mal Evans, krotaði á það.


Bætt við 21. janúar 2007 - 00:15
bara að segja að Mal Evans var rotari ekki umboðsmaður þeir höfðu engann umba þarna. svo þetta er villa