Hissa á að það hafi ekki verið minnst á þetta hérna fyrr.

Þann fjórtánda desember lést útgáfufrumkvöðullinn Ahmed Ertegun vegna meiðsla sem hann hlaut á tónleikum Rolling Stones í október.

Ertegun stofnaði útgáfufyrirtækið Atlantic Records sem “uppgötvaði” marga af þekktari listamönnum heimsins og þar má nefna helst Ray Charles og Frank Zappa auk þess sem hann aðstoðaði Led Zeppeling og Rolling Stones mikið þegar þau bönd voru að hefja sína ferla. Hann var einnig mikið í jazzi og aðstoði margan jazzarann.

Þetta var sannarlega einn af merkustu mönnunum í tónlistarbransanum og naut hann mikillar virðingar.

Hvíl í friði.