Jethro Tull snýr aftur

Breska rokksveitin Jethro Tull heldur tónleika hér á landi í lok næsta sumars en nákvæm dagsetning tónleikanna hefur ekki enn verið staðfest. Ian Anderson, flautuleikari og forsprakki sveitarinnar, hélt tónleika í Laugardalshöll í maí síðastliðnum en Jethro Tull hélt hins vegar tónleika á Akranesi árið 1992.

Sveitin er á meðal áhrifamestu hljómsveita breskrar rokksögu og hafa sveitir á borð við Iron Maiden nefnt hana sem áhrifavald. Þá hefur sveitin selt yfir 60 milljónir platna.


Tekið beint af mbl.is og stendur líka í mogganum í dag.

Þetta eru góðar fréttir. Ég hef nú ekki hlustað svaðalega mikið á Tull en hljómsveitin er frábær og það er allveg örugglega mjög gaman á sjá þá live.
En það er ekki en komin dagsetning né miðaverð en ég mun örugglega skella mér ef miðaverð verður sanngjarnt.