Ég hef mikið hlustað Pink Floyd og er hún uppáhaldshljómsveitin mín.Það er eitt sem ég er undrandi á, afhverju gefur Rolling Stones, Final Cut með Pink Floyd 5 stjörnur af 5 en A momenary lapse of reson aðeins 2 og hálfa af 5 og The Division Bell aðeins 2 af 5 stjörnum.

Mér finnst þetta mjög skrítið. Það má kannski gíska á að það hafi verið Roger Waters aðdáandi sem gerði plötudómana. Mér persónulega finnst A momentary lapse of reason og The Division Bell betri en Final Cut en allt eru þetta mjög góðar plötur.

Ég sendi einu sinni könnun inn á gullöld og þetta er niðurstaða.

Annað /hlutlaus: 40%
Division Bell: 17%
Momentary Lapse of Reason: 23%
Final Cut: 20%

Það tóku aðeins 30 þátt reyndar

Síðan var einhver tímann könnun um hver væri besta Pink Floyd platan, það valdi enginn þessar plötur það tóku 88 þátt. Ekki að það komi á óvart mín uppáhalds Pink Floyd er Dark Side of the moon.

En hvað finnst ykkur?