Jæja, ákvað að setja saman Gullaldar playlista eins og svo margir hafa gert þ.e.a.s. lögin sem ég spila einna mest í dag:) Og vill taka það fram að lögin eru í engri sérstakri röð.

Some Other Time - The Alan Parsons Project. Aðsjálfssögðu varð ég að hafa eitt lag með þessari snilldar hljómsveit á listanum. Þetta lag kom út á plötunni I Robot verður betra því oftar sem þú hlustar á það! Stórkostlegt lag sem er í senn magnþrungið, hratt og rólegt, frábært lag með frábærri hljómsveit. Mæli með þessu kvikindi! ;)

Have You Ever Seen The Rain - Creedence Clearwater Revival. Það fást ekki orð sem geta lýst þessu lagi, það skiptir ekki máli hvernig skapi ég er í, þegar ég hlusta á þetta verð ég alltaf glaður. Kom út á plötunni Pendulum árið 1970 og er samið af söngvaranum John Fogerty.

Achilles Last Stand - Led Zeppelin. Led Zeppelin…þarf að segja eitthvað um þá?..Líklega ein besta hljómsveit sem uppi hefur verið. Þetta lag er mjög kröftugt og yfirgengilegt..einskonar 10 mínútna hamingja. Kom út á plötunni Presence sem kom út 1976. Gullmoli hér á ferð:)

Time - Pink Floyd. Frábært lag af Dark Side Of The Moon og að mínu mati besta lag plötunnar. Platan kom út 1973 og er að mínu mati ein best útsetta plata allra tíma. Frábær lag af frábærri plötu frá frábærri hljómsveit.;)

Whiter Shade Of Pale - Procol Harum. Þegar ég hlusta á þetta lag er eins og að ég fari í annað “state of mind”. Það sem einkennir lagið er yfirþyrmandi orgel og gerir það lagið að gullmola.

Gimmie Shelter - The Rolling Stones. Að mínu mati eitt besta rokklag sem samið hefur verið, yfirþyrmandi rafmagnsgítarinn í þessu lagi lætur mig alltaf fá gæsahúð. Kom upprunalega út á Let It Bleed árið 1969.

Roundabout - Yes. Þetta lag heyrði ég fyrst fyrir mörgum árum þegar systir mín benti mér á það. Bassalínan í Roundabout er svo yfirþyrmandi að það hálfa væri nóg:P..hef aldrei heyrt annað eins. Og að sjálfssögðu fer ekki frábæra rödd Jon anderson framhjá neinum. Frábært lag í alla staði.

Baba O'Riley - The Who. Ég held að allir ættu að kannast við þetta lag. Kom út á plötunni Who's Next sem er að mínu mati með betri plötum allra tíma. Píanóleikur Pete Townsend er fallegur jafnt sem kröftugur í þessu lagi og trommuleikur Keith Moon er engu líkur. Og aðsjálfsögðu má ekki gleyma söng Roger Daltrey's sem er rosalegur.

My Sweet Lord - George Harrison. Fyrrum Bítillinn með frábært lag eins og svo mörg sem hann hefur samið. Þetta lag einkennist af flottum kassagítar og yfirþyrmandi bakröddum. Lagið kom út á plötunni All Things Must Pass sem er með þeim betri sem komið hafa út. Semsagt frábært lag!;)

Life In The Fast Lane - The Eagles. Magnað klassískt rokklag sem allir þekkja. Snillingarnir í Eagles hafa samið mörg frábær lög í gegnum tíðina og er þetta engin undantekining. Kom fyrst út á plötunni Hotel California árið 1976…klassísk plata þar á ferð! :)

Heimildir: Wikipedia.org

Takk Fyrir Mig:)