“Lög Jimi Hendrix seld á uppboði; fjölskylda hans hótar málaferlum

Fjölskylda tónlistarmannsins Jimi Hendrix hefur hótað að grípa til lagalegra úrræða eftir að sum þekktustu laga hans voru nýverið seld fyrir 15 milljónir dala (rúman einn milljarð króna).

Fyrirtæki í eigu fjölskyldu Hendrixs hefur sagt að það muni færa sönnur á að það eigi réttin að lögunum, m.a. Purple Haze og Voodoo Chile.

Lögin voru seld á uppboði á fimmtudag sem hluti af búi fyrrum umboðsmanns Hendrix, Michael Jeffery, sem lést árið 1973.

Hendrix lést í London þremur árum fyrr 27 ára að aldri.

Talsmaður fyrirtækisins Experience Hendrix, sem er staðsett í Seattle í Bandaríkjunum, segir að hver sá sem keypti lögin hafi fengið í kaupbæti réttinn á að vera sóttur til saka.

„Við munum láta reyna á þetta þegar í stað,“ sagði Bob Merlis.

Fyrirtækið heldur því fram að það eigi rétt á allri tónlist Hendrix samdi og öllum hans upptökum.

Uppboðsfyrirtækið, sem er staðsett í Chicago, hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Árlega seljast enn um 600.000 Jimi Hendrix plötur um allan heim.”

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1231067;rss=1