Ætli þetta teljist ekki til gullaldar … Nema þetta sé of gamalt. Allavega, ég læt bara reyna á það ;) Búin að setja þetta á Jazz og blús líka þar sem þetta er eiginlega á milli þess.



Næstu vikur verður sett upp tónlistar-show í heimabæ mínum og þemað verður amerískt “Rock ‘n’ Roll” frá 1950. Þetta er fimmta show-ið sem Hornfirska skemmtilfélagið hefur sett upp fyrir utan það að vera með árlega Blúshátíð (www.skemmtifelag.is). Show-ið í ár verður kennt við myndina American Graffiti sem einkennist mikið af þessari tónlist.

Vegna þess að bæði pabbi minn og tvær vinkonur mínar eru í þessu hef ég mikið heyrt af þessari tónlist. Ég var að fá 32 lög sem koma til greina í þessu og þau eru æði! Þarna eru lög eins og Twist And Shout (The Isley Brothers), Runaway, Be Bop A Lula (Elvis Presley), Lollipop (The Chordettes), Chapel Of Love (Dixie Cups), The Great Pretender (The Platters) og fleiri frábær sem ég veit ekki hvað heita.

Er einhver annar hérna sem er eitthvað inní þessari tónlist? Mig langar að kynna mér fleiri lög frá þessum tíma og líka vita hvað lögin heita sem ég hef. Ég mæli líka með því að fleiri kynni sér þetta.