Já ég var að skoða nokkur lög í “libraryinu” mínu og sá nokkur lög sem ég “fýlaði” en gerði ekki áður fyrr.

Hér fyrir neðan ætla ég að telja þau upp og búa til svona smá playlista ;)

Queen, Son And Daughter : Frábært rokkað lag sem Freddie syngur af tærustu snilld!

The Rolling Stones, Beast Of Burden : Geðveikt lag, grípandi og vel sungið!
Fínt að hlusta á það á leið í skólann :P

The Beatles, Julia : Rosalega fallegt og rólegt lag, maður fyllist af ró eða eitthvað þegar maður hlustar á það.
Skil ekki afhverju það er á safndiskunum fjórum, ´62 - ´66 og ´66 - ´70!

Rush, The Trees :
Félagi minn senti mér þetta lag og ég var ekkert að fýla þetta lag fyrst en er að sjá núna hvað þetta er flott lag!

Simon & Garfunkel, My Little Town :
Snilldar lag sem að ég af einhverjum ástæðum heyrði aldrei og var fyrst að heyra þetta núna og eins og fleiri lög þeirra félaga þá er þetta rólega lag alveg frábært!

Queen, The Night Comes Down :
Frábært lag sem er stórlega vanmetið eins og bara allur fyrsti diskur Queen!
Flott rólegt og á stundum þungt lag.

Queen, She Makes Me : Ætli ég leyfi ekki síðasta laginu að vera 3 lagið með Queen hérna :)
She Makes Me er frábært lag sem Brian syngur það er rólegt og fallegt!


Kannski ekkert rosalega góð umfjöllun og svona en endilega ef þið vitið ekki af þessum lögum fyrir þá endilega kynnið ykkur þau!

Það væri líka gaman ef að þið mynduð segja mér skoðun ykkar á þessum lögum en persónulega þá er ég að fýla þau í botn!

Þessi korkur var aðalega gerður fyrir ykkur hina gullaldaráhugamenn og til þess að lífga þetta áhugamál við að minnstu kosti næstu klukkustundirnar.

Svo vil ég bæta einni spurningu við hérna.

Hvort er það Rolling Stones eða The Rolling Stones?


Ástarkv. Huy

Bætt við 30. ágúst 2006 - 15:01

Kannski ekkert rosalega góð umfjöllun og svona en endilega ef þið vitið ekki af þessum lögum fyrir þá endilega kynnið ykkur þau!


Þetta á að vera : Kannski ekkert rosalega góð umfjöllun en endilega kynnið ykkur þau ef þið vitið ekki af þessum lögum þá endilega kynnið ykkur þau!