Syd Barrett: Wouldn' you miss me? wouldn't you miss me at all? Fyrir skömmu las ég þá fregn að Roger ”Syd” Barrett, fyrrum forsprakki Pink Floyd sé látinn. Syd var aðallagasmiður, söngvari og gítarleikari sveitarinnar áður en hann fór yfir um á LSD. Hann var frumkvöðull í sækadelískri tónlistar, frumlegur, bráðskemmtilegur og hugmyndaríkur snillingur með sérstakar tónlistarsmíðar og gítarleik. Fyrir þá sem þekkja síður til Syd mæli ég með The Piper At The Gates Of Dawn, algert meistaraverk sú plata. Smáskífulögin See Emily Play og Arnold Layne samdi hann einnig. Platan Wish You Were Here með Pink Floyd var meira eða minna tileinkuð honum, þá sérlega titillagið og Shine On You Crazy Diamond. Ég mun vafalaust hlusta á þetta allt saman og heiðra minningu hans. Hef ekki hlustað á sólóplötur hans að ráði ( Madcap Laugs og Barrett) en hyggst tékka nánar á þeim.
Einhver merkilegasti tónlistarmaður rokksögunnar er fallinn frá.Ég er Syd Barrett ævinlega þakklátur fyrir tónlistina og vona að hann megi hvíla í friði. Blessuð sé minning hans.