Tekið af Mbl.is

Billy Preston látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn Billy Preston er látinn, 59 ára að aldri, að sögn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox News. Preston var kunnur söngvari og lagasmiður en hann varð heimsþekktur þegar hann lék með Bítlunum á plötunni Let it Be. Hann lék einnig á tónleikum með George Harrison, Rolling Stones og var um tíma í hljómsveit Erics Claptons.

Fox sagði, að Preston hefði þáðst af háþrýstingi sem olli nýrnabilun en árið 2002 gekkst hann undir nýrnaígræðslu. Nýja nýrað starfaði hins vegar ekki eðlilega og þurfti Preston síðan að fara í gervinýra þrisvar í viku.

Meðal laga sem Preston samdi eru „Nothing From Nothing“, „Will It Go Round in Circles”, og „You Are So Beautiful," sem Joe Cocker gerði frægt.
Byrði betri