Fyrir stuttu heyrði ég plötuna ‘Tarkus’ með Emerson, Lake and Palmer og ég verð bara að segja að ég var soldið vonbrugðinn.
Mér fannst titilverkið reyndar alveg ágætt, melódíurnar voru góðar og það var mikið af skemmtilegum hljómborðs-riffum en ég átti voða erfitt með að halda einbeitingu í gegnum verkið.
B-hliðin á plötunni fannst mér síðan vera öllu verri, hún virkaði á mig eins of safn af filler-um, ég var mjög lítið hrifinn af flestu nema laginu Bitch Crystal, sem mér fannst fjörugt.

En spurningin er, á ég að gefast upp á þessari hljómsveit eða er hún þess virði að ég kynni mér hana frekar?