Tekið af mbl.is

Breska ofurhljómsveitin Pink Floyd vísaði í gær á bug orðrómi þess efnis að hljómsveitin hyggist koma saman á ný og halda í tónleikaferðalag um Bretland síðar á þessu ári. Dave Gilmour, gítarleikari hljómsveitarinnar, sagði fjölmiðla hafa blekkt aðdáendur hljómsveitarinnar. Hið rétta væri að hljómsveitin myndi ekki koma aftur saman.

Breska vikublaðið Sunday Mirror hafði áður greint frá því að hljómsveitin myndi halda að minnst kosti tvo tónleika í Royal Albert Hall í Lundúnum.

Pink Floyd kom síðast saman eftir 24 ára hlé til að taka þátt í Live 8 styrktartónleikunum í Lundúnum í júlí á síðasta ári og þótti mörgum sem endurkoma þeirra hefði verið stærsti viðburður tónleikanna. Hljómsveitin kom stuttlega saman í nóvember á síðasta ári þegar hún var vígð inn í bresku frægðarhöllina.

„Við biðum þá fjölmiðla sem eru að búa þessar sögu til að láta af hátterninu fyrir aðdáendur okkar,“ sagði Gilmour í samtali við breska ríkisútvarpið og sakaði fjölmiðla um að búa til fréttir.