Ég hef tekið eftir nokkrum kvörtunum nýlega um tónlistamenn sem vantar á þennan lista. Mér í hug hvort það er ekki hægt að breyta þessu aðeins til að lífga upp á áhugamálið. Það er ágætt að breyta annað slagið, allir eru hvort sem er búnir að sjá þá sem eru þarna of oft.

Þá datt mér í hug að það væri kannski hægt að breyta R.I.P. kubbnum, setja alla gullaldartónlistamenn inn en ekki bara dána. Þá væri kannski hægt að hafa bara þá tónlistamenn sem er búið að skrifa um. Það er kannski ekki hægt að hafa hver einasta tónlistamann frá þessum tíma en helst bara þá bestu eða þá sem hafa gert eitthvað merkilegt (þá er ég ekki að meina þá frægustu)

Hvernig líst ykkur á þetta?