Í fréttum er þetta helst:

Gullaldartrivianu er lokið og sigraði colosuss það. Hann vildi ekki taka að sér að sjá um næsta trivia og er það því í umsjón stjórnenda næst. Það má þó ekki búast við nýju trivia strax.

Nýr stjórnandi mætir bráðum til starfa. Ulvar var ráðinn sem stjórnandi en ekki er þó vitað hvenær hann mætir til vinnu. Ulvar er mest þekktur fyrir það að vera stjórnandi á rokk áhugamálinu, en þar fer hann hamförum.

Nýr kubbur fer bráðum í vinnslu, en hann mun alfarið sjá um það að benda gullaldartónlistaráhugamönnum á góð gullaldarlög. Gullaldaráhugamenn munu þó alfarið sjá um það að mæla með lögum á þennan lista.

Gullaldarmaðurinn er í fullu fjöri og er nóg af umsækjendum.

Við ljúkum þessu í kvöld þar sem fréttastjóri þarf að fara læra undir próf. Hafið það gott.

Ragnarr út