þetta er af http://xfm.is/newsinfo.php?n_id=1376

Queen á bestu tónleikaframkomu allra tíma
Rúmlega 60 tónlistarmenn, tónlistargagnrýnendur, útvarpsmenn og starfsmenn útgáfufyrirtækja kusu á dögunum bestu og eftirminnilegustu tónleikaframkomu allra tíma.
Það kemur kannski ekki mjög á óvart að hljómsveitin Queen stóð uppi sem siguvegari, en spilamennska þeirra á Live Aid árið 1985 hverfur seint úr minni. Varla þarf að taka það fram að þetta voru stærstu og umfangsmestu tónleikar sögunnar og það virtist fara vel í Freddie Mercury og félaga að hafa 75 þúsund viðstadda klappandi í takt og u.þ.b. einn og hálfan milljarð áhorfenda límdan við sjónvarpsskjáinn. Queen spilaði í 20 mínútur á Live Aid og tók slagara á borð við Radio Ga-Ga, We Will Rock You og We Are the Champions.
Í öðru sæti þessarar kosningar varð Jimi Hendrix fyrir frammistöðu sína á Woodstock, Sex Pistols-tónleikar sem haldnir voru í Manchester í júní 1976 urðu í þriðja sæti, Bob Dylan-tónleikar á sama stað árið 1966 urðu í fjórða sæti. David Bowie varð svo í fimmta sæti fyrir tónleika í Hammersmith Appollo árið 1973.

jamm þeir eru einfaldlega bestir… algerir snillingar og Freddie náttúrulega ólýsanlega flottur alltaf á sviðinu..:) þeir eiga þetta svo sannarlega skilið..:D en hvað finnst ykkur?