Ef svo er, þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig!

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum sem stundar þetta áhugamál að umfjöllun um listamenn í minningarkubbnum er heldur rýr svo vægt sé til orða tekið. Ég hef áhuga á að bæta úr þessu, og það hafa fleiri notendur einnig sbr. pósta sem skrifaðir hafa verið á áhugamálið. Vil ég því biðja þá sem telja sér fært um að skrifa um listamenn um að senda mér skilaboð, og svo er aldrei að vita nema að umfjöllunin komist á spjöld Hugasögunnar.

Kveðja,
geiri2