Ég var að ráfa um netið í dag og sá það frétt um það að hin frábæra hljómsveit “The Eagles” væru að byrja sinn síðasta túr.
Túrinn var sagður eiga að vera í 2 ár og “kveðjutúrinn” þeirra.
Væri ekki tilvalið að reyna að fá þá til landsins áður en þeir hætta?
Hljómsveitin hefur aldrei komið til Íslands svo að ég held að urmull af fólki væri reiðubúið að fórna nokkrum þúsundköllum fyrir nokkra klukkutíma af dýrlegum lögum frá einni bestu tónlist gullaldarinnar.
Ég sendi Concert.is bón um þetta áðan og ég kvet sem flesta til að gera það einnig og þrýsta á að fá þá. Með von um að sjá The Eagles einu sinni á sviði, Guðmundur Kristjánsson.