Ég var svo sniðugur að versla mér áðan Pet Sounds með The Beach Boys á DVD Audio Disk. Til að njóta hans til fullnustu þarf maður DVD Audio spilara, sem ég á ekki. Ég get hins vegar spilað hann í tölvunni sem DVD disk. Þá sé ég einfaldlega kyrrmyndir meðan tónlistin er spiluð.

Þar sem mér myndi henta mun betur að eiga diskinn sem hefðbundinn tóndisk væri ég til í að skipta honum fyrir slíkan í góðu ásigkomulagi (helst Stereo/Mono útgáfu) ef einhver hefur áhuga.<br><br>-
“Góðan bjór má þekkja með því að taka aðeins einn sopa - en það þarf að vera almennilegur sopi.” - Tékkneskur málsháttur.

<u>Bjór vikunnar</u> er <a href="http://www.orval.be/an/products/brewery/brewery1.html“>Orval</a> - Hugsanlega besti bjór sem fæst á Íslandi. Orval er belgískur og bruggaður í ölgerð Trappistaklausturs. Hann er þurrari og beiskari en almennt er með slíka bjóra, en einnig áfengisminni, aðeins 6,2%. Margslunginn og margbreytilegur passar Orval við flest tilefni, en drekkist helst úr viðeigandi kaleik og ávalt vel volgur.

<font color=”white">FNORD</font