DVD diskurinn með Deep Purpue og The Royal Philharmonic Orcestra er allveg magnaður. Það er ótrúlegt að Jon Lord hafi gétað keypt bók um það hvernig ætti að semja og útsetja tónlist fyrir simfóníu og samið þetta meistaraverk. Hinsvegar er verkið ekki alveg fullkomið til dæmis spila hljómsveitirnar ekki oft saman heldur skiptast á að spila kafla. Eini kosturinn við það er að Deep Purple gátu leikið sér aðeins. Gítarsólóin eru allveg mögnuð og eru þau í raun það besta við þennan disk. Einnig voru nokkrir góðir trommu og slagverkskaflar. Önnur hljóðfæri eru kanski minna áberandi en þeim mætti ekki sleppa nema kanski einu kontrabassasólói sem passar alls ekki inn í lagið, aðalega vegn þess hversu lítið heirist í því.

Þetta er það besta sem ég hef heyrt með Deep purple.