Ég er að spá að kaupa mér einhverja(r) plötu(r) með Bob Dylan, hvar á ég að byrja? Ég á aðeins safnplötuna “Best of…” og þar finnast mér gömlu lögin best, þessi með harmonikkunni og þjóðfélagsáróðrinum. Ég vil frekar eiga fáa diska en góða en ég veit ekki alveg hvað er svona “must”, þar sem allmusic.com gefur öllum gömli diskunum fimm stjörnur. Hvaða plata nær “sixtís” uppreisnarandanum best, og væri góð í plötusafnið?