Fram hafa komið hugmyndir hér á áhugamálinu og samband hefur verið haft við mig um að koma á fót gullaldartrivia hér á áhugamálinu með svipuðu sniði og uppi hafa verið á öðrum áhugamálum. Þannig að nú ætla ég að spyrja í eitt skipti fyrir öll: er áhugi á þessu hérna?

Ef það munu svara játandi tíu eða fleiri (og endilega haldið áfram að lýsa yfir stuðningi ykkar við þetta þó svo að það séu komnir tíu) mun ég setja upp Gullaldartrivia #1 og svo mun sigurvegari þeirrar keppni sjá um þá næstu og svo koll af kolli. Einnig getið þið alltaf sent mér skilaboð ef þið hafið aðrar hugmyndir.

Ég er ekki enn búinn að fá svar frá vefstjóra útaf minningarkubbnum, en ætla að senda aftur á næstu dögum. Svo vil ég líka minna fólk á að það getur haft samband við mig ef það vill skrifa plötudóma.

Kveðja,
geiri2<br><br>—

<b><font color=“blue”>I am the eggman</font>

<font color=“red”>They are the eggmen</font>

<u><font color=“Purple”>I AM THE WALRUS</font></u></b>
<i><font color=“Fuchsia”> kúkúkútjú ta kúkútjú </font> </i>


geiri2, beztur mælir: það er kominn tími á <b>{</b><font color=“red”>stærðfræðiáhugamál</font> og <font color=“green”>tungumálaáhugamál</font><b>}</