David Bowie - Hunky Dory Næsta plata sem ég tek fyrir er Hunky Dory með David Bowie. Þetta er þriðja greinin í þessum grein flokki. Hann var upprunalega gefin út 1971. Framan á hulstrinu er Bowie mjög kvennlegur. Innan í umslagi plötunar sést hann í kjól, en á plötuni hans The Man Who Sold The World innihélt akkurat mynd af Bowie í kjól, en sú mynd var framan á plötuni. Kona Bowie's, Angie hvatti hann til að klæða sig í kjóla og gera sig kvennlegan. Stuttu fyrir þessa plötu hafði Bowie sagt í viðtali að hann væri hommi. Það kom samt fáum á óvart, en samt sem áður var hann kvæntur Angie, og hann átti aldrei eftir að eiga í ástarsambandi við karlmann, svo að hver og einn má dæma um hvað Bowie meinti með þessu. Jæja, byrjum plötudóminn.

David Bowie: Söngur, Gítar, Saxófónn, Píanó
Mick Ronson: Gítar og Mellótrón
Trevor Bolder: Bassi & Trumpet
Woody Woodmansey: Trommur
Rick Wakeman: Píanó


1. Changes
2. Oh! You Pretty Things
3. Eight Line Poem
4. Life On Mars?
5. Kooks
6. Quicksand
7. Fill Your Heart*
8. Andy Warhol
9. Song For Bob Dylan
10. Queen Bitch
11. The Bewlay Brothers

Öll lögin saminn af Bowie nema *, það er samið af Biff Rose/Paul Williams.

1. Changes
Frábært lag. Góður texti um breytingar. Þetta er svona lag síns tíma… Textinn á vel við allt það sem var í gangi á þessum tíma. Þetta lag sló aldeilis í gegn hjá honum og má vel segja að hann hafi “Meikað” það fyrir þetta lag.

2. Oh! You Pretty Things
Skemmtilegt lag. Mér finnst aðalerindið sérstaklega skemmtilegt, hann nánast talar hann. Textinn er góður, svolítið skrítinn, en góður þrátt fyrir það. Þetta var eitt af lögunum sem sló í gegn á plötuni. Einhverntíman heyrði ég að Peter Noone úr Herman's Hermits hefði tekið þetta lag.

3. Eight Line Poem
Þetta lag var einu sinni í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er í rólegri kantinum og er mjög flott. Ef litið er í bæklinginn á disknum (eða umslagið á plötuni) má sjá að textinn er aðeins átta línur, en lagið er hinsvegar í 2 mínútur og 55 sekúndur.

4. Life On Mars?
Flottasta lag plötunar, eða já, svona næstum því, það eru mörg lög sem koma mjög nálægt þessu lagi. Þetta lag er rólegt, en samt hávært á köflum. Það er svo æðislega flott hvernig strengirnir koma inn. Söngvarinn veltir fyrir ýmsum spurningum, en það má túlka textann á annan hátt, þó svo að ég geri það ekki.

Take A Look At The Lawman
Beating Up The Wrong Guy
Oh! Man Wonder If He'll Ever Know
He's In The Bestselling Show
Is There Life On Mars?

Annaðhvort er hann að spá hvort lögfræðingurinn viti að hann sé í metsöulusýninguni sem heitir Is There Life On Mars? Eða einfaldlega að hann sé að velta fyrir sér hinum ýmsu spurningum.

5. Kooks
Voðalega skemmtilegt lag sem ég held að hann hafi samið handa barninu sínu. En allavega, þetta er rosalega glaðlegt lag og skemmtilegt og sérstaklega viðlagið.

6. Quicksand
Flott, rólegt lag um kviksyndi hugarins. “I'm Sinking In A Quciksand Of My Thoughts” syngur Bowie. Fallegt lag og mér finnst það hefði verðskuldað meiri athygli. En svona er það bara.

7. Fill Your Heart
Eina ábreiðan á þessari plötu. Hef ekki heyrt upprunalegu útgáfuna svo ég get ekkert borið þetta saman. En þetta er samt ágætt lag, en ekki nálægt því að vera það besta, reyndar er það sísta lagið á plötuni.

8. Andy Warhol
Lag samið til heiðurs Andy Warhol. Í byrjun lagsins talar Bowie og upptökustjórinn um hvernig þetta er borið fram svo kemur hlátur og byrjunar-riffið byrjar. Svo kemur þessi skrítni texti. Talað er um í textanum að Andy hugsi um málningu og lím, það er svo gleðilega leiðinlegt.

9. Song For Bob Dylan

Hear This Robert Zimmerman
I Wrote A Song For You
About A Strange Young Man Named Dylan

Hann talar um Dylan og Zimmerman sem sitthvora manneskjuna. Hann segjir að Dylan sé með rödd einsog sand og lím, ekki veit æeg hvað hann á við með því. Flott lag og Bob Dylan getur verið stoltur af þessu lagi.

10. Queen Bitch
Vá, þetta er svo geðveikt lag. Textinn rosalegt rugl og bull og gítariffið er frábært, bryjar með kassagítar og svo kemur rafmagnsgítarinn og þá kemur krafturinn í lagið. Textinn er mesti rugl textinn á albúminu. “She's So Wishy I Her Satin And Twat, In Her Frock Coat And Bibberty-Bobberty Hat”, elska þetta!

11. The Bewlay Brothers
Frábært lokalag. Þetta er flottur texti hjá honum um Bewlay bræðunar. Lagið er líka ágætt en samt ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér.Platan fér 9,5 af 10. Þetta er frábært lagasafn sem inniheldur einungis góð lög þó sum séu síðri en önnur eru þau öll góð. Mæli eindregið með henni fyrir alla Bowie-aðdáendur sem eiga hana ekki nú þegar.