The Doobie Brothers - '70 til '75 Hljómsvetin The Doobie Brothers á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1969 eða ári áður en hún var formlega sett á laggirnar. Tom Johnston, söngvari og gítarleikari og trommuleikarinn John Hartman byrjuðu ævintýrið í Kaliforníu þegar þeir stofnuðu saman hljómsveit.
Tom Johnston, aðalsöngvari The Doobie Brothers var fæddur í Kaliforníu árið 1948. Fyrstu kynni Johnston's af bandarísku rokki voru þegar hann heyrði karla eins og Elvis Presley, Bo Diddley, Little Richard og fleiri rokkgoð á sjötta áratugnum í útvarpinu. Johnston hóf að spila á gítar þegar hann var tólf ára og um fermingaraldurinn var hann byrjaður að spila í hljómsveitum. Flest böndin sem hann spilaði í léku oftast þennan hefðbundna ryðma blús sem var vinsæll á árunum sem hann var að alast upp á. Johnston var orðinn vel kunnugur þeirri tónlistarstefnu strax á unglingsárunum. Johnston flutti til San Jose og fór í framhaldsskólanám þar. Í San Jose hitti hann mann sem átti eftir að vera mikilvægur fyrir tónlistarferil sinn.
Skip Spence var maðurinn sem Tom hitti í San Jose. Skip Spence kynnti Johnston fyrir trommuleikaranum John Hartman sem eins og áður segir stofnuðu saman sína fyrstu hljómsveit saman.
Til gamans að geta átti Skip eftir að spila í hljómsveitum eins og Moby Grape og Quicksilver Messenger Service sem gítarleikari og sem trommuleikari í Jefferson Airplane.
Tom og Hartman stofnuði stofnuðu tríóið Pud, með þeim í Pud var bassaleikarinn Gregg Murph. Bandið ákvað svo í sameiningu að flytja til San Fransisco því þar vara tónlistarlífið vel lifandi og gott fyrir hljómsveit að vera á þessu tímabili.
Pud náði aldrei að verða meira en hljómsveit sem spilaði á börum og krám en þeir voru þó iðnir við spilamennskuna og var spilað sum kvöld tvö eða fleiri gigg á einu og sama kvöldinu.


Stuttu síðar eða um rúmlega ári eftir stofnun Pud urðu breytingar á tríóinu. Gregg Murph bassaleikari hætti í bandinu og fyrir hann kom bassaleikarinn Dave Shogren og gítarleikarinn og söngvarinn Patrick Simmons. Stuttu eftir þessar mannabreytingar í bandinu snemma árið 1970 sendi hin nýja sveit frá sér demó upptöku af frumsömdu lagi til höfuðstöðva Warner Bros. útgáfunnar og í kjölfarið á því fengu þeir samning við útgáfuna sem var þeim mjög kærkominn. Augljóslega var samningurinn mjög mikilvægur fyrir bandið og skrefi nær velgengninni sem þeim hafði öllum dreymt um.
Á þessum tímapunkti fannst mönnum tími til þess að viðurnefnið Pud, sem mönnum fannst ekki töff lengur fengi að fjúka fyrir annað og flottara nafn. Nafnið Doobie Brothers kom þegar þeir sátu við matarborðið og einhver sagði “yeah, we are doobie brothers” (doobie þýðir jóna) sem var svar við einhverju af umræðuefninu og nafnið festist þar eftir við þá. Hljómsveitin byrjaði að spila um alla norður-Kaliforníu áður en ákveðið var að gera eitthvað stærra og viðameira. Doobie Brothers aðdáendur voru oftar en ekki til að byrja með suðurríkja búar íklæddir leðurjökkum og gallabuxum sem ferðuðust um á mótorhjólum, eða þannig minnist Pat Simmons aðdáendurnar í upphafi Doobie.


Það var enginn vafi á því að Tom Johnston og Patrick Simmons voru frábært gítar dúó frá byrjun, Simmons lék með sinni einkennandi fingratækni sem hljómaði svo svalandi og ljúf í eyrum fólks á þessum tíma og með þekkingu Johnston´s á því hvernig ætti að spila góðan ryðma blús varð til góð blanda af suðurríkja rokki sem The Allman Brothers Band voru að sigra landið með og sálar tónlist sem blandaðist við þetta allt saman og varð til skemmtileg blanda af tveimur tónlistarstefnum. Hið þekkta lag Jesus Is Just Alright er gott dæmi um það. Lagið var samið af Arthur Reynolds sem samdi það og var það fyrst spilað af The Byrd árið 1969 en Doobie bræður gerðu það vinsælt. Þessi blanda sem þeir spiluðu hefur oft verið kölluð Rock N´ Soul tónlist.


Í enda árs 1970 var hljómsveitin komin í stúdíó til þess að taka upp efni fyrir væntanlega fyrstu plötu. Bandið var þá skipað af þeim fyrrnefndu Tom Johnston sem spilaði á gítar og var aðalsöngvari, Patrick Simmons sem söng og spilaði á gítar, John Hartman sem lamdi á húðir og Dave Shogren spilaði á bassa, orgel og raddaði. Upptöku ferlið tók um tvo mánuði með hléum og af stað hófst kynning á Doobie Brothers sem var einfaldlega þannig byggð upp að spila á sem flestum stöðum í Bandaríkjunum. Í Apríl 1971 fannst mönnum svo rétti tíminn að senda frá sér plötuna sem fékk einfaldlega nafnið The Doobie Brothers.
Öll lögin á henni voru frumsamin og voru mikla vonir bundnar við hana innan grúppunnar, sem sagt Doobie bræður héldu að hún myndi seljast í milljónum eintaka.
Plötunni var ekki vel tekið hjá gagnrýnendum og voru það aðallega hinir dyggustu aðdáendur bandsins sem keyptu og lofuðu plötuna og því miður varð bandið ekki milljón aðdáenda band en það hafði verið fyrir komu plötunnar.
Eitt lag þótti þó bera höfuð og herðar yfir hin lögin á plötunni samkvæmt gagnrýnendum en það var lagið Nobody. Nobody komst á vinsældarlista - að mínu mati er platan nokkuð góð og eitt af mínum uppáhaldsverkum með bandinu.
Sama ár og fyrsta platan kom út voru svo gerðar mannabreytingar í bandinu og Shogren ákvað að fara úr bandinu og í staðinn fyrir hann kom Tiran Porter bassaleikari og söngvari. Eftir að Tiran Porter nýjasti meðlimur grúppunnar var búinn að vera í nokkrar vikur var sú ákvörðun tekin að bæta enn einum liðsmanninum við og fá annan trommuleikari og hafa þetta eins og Grateful Dead og Allman Brothers voru búnir að hafa þetta sem sagt tveir trommuleikarar. Michael Hossack var nafn trymbilsins sem kom inn í bandið. Hossack hafði verið í Víetnam stríðinu áður en hann var fenginn í hljómsveitina.


Loks var ákveðið að gera eitthvað af viti og var haldið í stærri túra en áður hafði verið og loksins reyndu þeir að spila á enn fleiri stöðum í Bandaríkjunum en áður og með þessu fór aðdáenda hópurinn að stækka enn frekar enda Doobie Brothers með eindæmum gott tónleikaband. Tilkoma þeirra næstu plötu Tolouse Street átti eftir að breyta miklu. Tolouse Street kom út árið 1972. Á plötunni voru lög á borð við Jesus Is Just Alright, Listen To The Music og Rockin' Down The Highway.Hljómur Tolouse Street var talsvert frábrugðinn hljómnum á þeirra fyrstu plötu. Lög af Tolouse Street fengu sum vægast sagt mikla spilun í útvarpi aldrei þessu vant og hljómsveitin varð á stuttum tíma ein vinsælasta hljómsveit Bandaríkjanna. Listen To The Music og Jesus Is Just Alright komust bæði inn á vinsældarlista og platan gerði það sömuleiðist líka. Með stærri aðdáendahóp urðu tónleikarnir fleiri og ferðalögin lengri og álagið varð meira en áður hafði verið. Tolouse Street komst í platínum sölu á endanum.


Velgengnin og mikið álag sem fylgdi því að vera þekkt rokkhljómsveit átti þó ekkert eftir að stopp þá í að gera aðra góða plötu eða plötu sem gæti toppað Tolouse Street. Árið 1973 var gott ár eins og ‘72 hafði verið fyrir Doobie bræður - platan The Captain And Me kom út í Maí og hefur hún oft verið talin þeirra meistaraverk. Á plötunni spilar Jeffrey “Skunk” Baxter lítið hlutverk. Á þessum tíma var Skunk í hljómsveitinni Steely Dan en hann hætti einmitt í henni árið 1974 til þess að ganga í The Doobie Brothers eða einungis ári eftir að hann tók þátt í The Captain And Me - kem að því öllu seinna. Nýja platan innihélt nokkur lög sem komust inn á vinsældarlista. Lögin voru þau China Grove og Long Train Runnin´ sem urðu þekktustu lögin en þó ekki einu vinsælu lögin því auk þeirra fengu South City Midnight Lady, Dark Eyed Cajun Woman og Clear As The Driven Snow líka mikla útvarpsspilun. Platan endaði svo líka seinna á því að fara í tvöfalda platínum sölu. Árið 1974 var hljómsveitin á toppi listsköpunar og vinsælda tíma sínum.
What We Were Once Are Now Habits kom út í Febrúar ’74 og þeirra fyrsta lag til að fara á topp vinsældarlista Black Water var á plötunni. Auk Black Water urðu lögin Another Park, Another Sunday og Eyes Of Silver einnig nokkuð vinsæl. Margir gestaspilarar voru á plötunni - meðal annars voru Jeff “Skunk” Baxter á nýju plötunni líkt og þeirri síðustu og fólk tónlistarmaðurinn Arlo Guthrie spilaði einnig á henni.
Trommuleikarinn Michael Hossack hætti í bandinu stuttu eftir útkomu plötunnar eftir rúmlega þriggja ára viðveru og inn fyrir hann kom trommuleikarinn Keith Knudsen sem hafði sungið bakraddir á nýju plötunni.


Seinna á árinu 1974 varð Jeff “Skunk” Baxter svo loks fullgildurmeðlimur í Doobie Brothers. Hljómsveitin var í miðjum túr þegar þessi ákvörðun að fá Skunk í grúppuna og hann spilaði restina af túrnum.
Árið 1975 var svo farið í stúdíó enn á ný til þess að taka upp plötuna sem átti að verða fimmta platan með bandinu til þess að koma út á jafn mörgum árum. Platan fékk nafnið Stampede og var svolítið rólegri og meira kántrý rokk var á henni en forverum hennar. Upptöku ferlið fór eðlilega fram og tók ekkert alltof langan tíma að koma henni á markaðinn og svo loks þegar átti að fara að gefa hana út veikist Tom Johnston aðalsöngvari og lagahöfundur grúppunnar vegna álags og fíkniefnanotkun spilaði þar auðvitað líka inn í. Tom var ráðlagt af aðstandendum að taka sér frí frá túrum og öllu líferninu sem fylgdi því að vera í rokkhljómsveit - og þar með ætla ég að enda sögu THE DOOBIE BROTHERS árin 1970 til 1975.