Cream - Fresh Cream Þið sem lásuð Cosmo's Factory greinina mína fattið að þessi er alveg eins nema um aðra plötu með annari hljómsveit. Þetta er semsagt grein númer tvö í seríuni. Í þetta skipti tek ég fyrir Fresh Cream með Cream. Fresh Cream var fyrsta plata hljómsveitarinnar sem er oft talin vera fyrsta ofrugrúppan. Ofurgrúppa, eða súpergrúppa er hljómsveit þarsem að nokkrir frægir tónlistarmenn koma sama og stofna hljómsveit. Eric Clapton kom úr The Yardbirds og hljómsveit John Mayall, Jack Bruce úr Manfred Mann, hljómsveit John Mayall og The Graham Bond og Ginger Baker úr The Graham Bond, en hann hafði spilað með mörgum öðrum sveitum sem session trommari. Ég ætla að taka fyrir bæði bandrísku útgáfuna og bresku útgáfuna af plötuni. Breska útgáfann kom út í Desember 1966 og innihélt Spoonful í staðinn fyrir I Feel Free.
Bandaríska útgáfann kom út í Janúar 1967 og innihélt I Feel Free í staðinn fyrir Spoonful.

Eric Clapton: Gítar, söngur
Jack Bruce: Bassi, söngur
Ginger Baker: Trommur

1. I Feel Free (Jack Bruce/Peter Brown)
2. N. S. U. (Jack Bruce)
3. Sleepy Time Time (Janet Godfrey/Jack Bruce)
4. Dreaming (Jack Bruce)
5. Sweet Wine (Janet Godfrey/Ginger Baker)
6. Spoonful (Willie Dixon)
7. Cat's Squirrel (Trad. Arr. S. Splurge)
8. Four Until Late (Robert Johnson)
9. Rollin' & Tumblin' (Muddy Waters)
10. I'm So Glad (Skip James)
11. Toad (Ginger Baker)


I Feel Free
Fyrsta ‘hit’ Cream. Samið af Jack Bruce og texta höfundinum Peter Brown sem átti eftir að vinna meira með Cream. Lagið er einfaldlega byggt upp. Þetta er ekki nærrum því besta lag plötunar, og ég er ekkert að setja út á popptónlist þessa tíma, en þetta finnst mér ekki geta talist besta lag plötunar. Samt fínt lag.

N. S. U.
Ég hef ekki hugmynd um fyrir hvað þessu skammstöfun stendur. Þetta var á tímabili mitt uppáhalds Cream lag, þetta lag er líka einfaldlega klassi. Vel spilað hjá félugunum í Cream og sólóinn flott hjá Clapton. Textinn er líka ágætlega flottur.

Sleepy Time Time
Dýrka þetta lag. Ég held mjög svo uppá það. Finnst textinn líka æðislegur, á vel við mig. Lagið fjallar um hvað lífið er gott ef hann (sögumaður) fær að sofa út. Mjög flott lag þarna á ferð.

Dreaming
Svolítið poppað og “ó-jack-bruce-legt” lag. Sögumaður segjir frá að ef hann haldi áfram þessum dagdraumum sínum dreymi hann líf sitt í burtu. Lagið er samt grípandi og skemmtilegt. Hann syngur þetta skemmtilega drengurinn.

Sweet Wine
Ginger Baker lag. Jack Bruce syngur það þó, eftir því sem ég best veit. Þetta lag grípur við fyrstu hlustun. Þetta lag minnir mig svolítið á N. S. U., þó svo að lögin séu ekki mjög lík.

Spoonful
Spponful er æðislega flott kover. En það greip mig samt ekki við fyrstu hlustun. Ég var að hlusta á plötuna í þriðja skipti, held ég, þegar það rann upp fyrir mér hversu flott lag þetta er í raun og veru. Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum á plötuni. Þetta lag sýnir og sannar hversu góðir blústónlistarmenn Cream eru. Þeir kunna þetta! Mjög vel sungið hjá Jack Bruce.

Cat's Squirrel
Fjörugt instrumental. Eða instrumental? Það koma einhver köll þarna inn á milli í miðju laginu. Ég veit ekki hvað fólk vill kalla þetta.
Allavega, lagið er gott og kemur manni í stuð.

Four Until Late
Gamalt lag eftir Robert Johnson. Hver gæti hafa átt hugmyndina af að taka það annar en blúsarinn Eric Clapton. Enda syngur hann þetta og gerir það vel. Þetta er gott blúslag. Sýnir enn og aftur hvað Cream eru góðir blúsarar.

Rollin' & Tumblin'
Ég var að taka eftir því að hlið tvö á plötuni inniheldur einungis blúskover. Ja, fyrir utan Toad. Þetta er í sama stíl og blúslöginn, og alveg jafn gott. Þetta er Muddy Waters lag.

I'm So Glad
Rosalega gleðilegt lag. Kemur manni í stuð. Þetta minnti mig svolítið á Kinks lagið, Tired Of Waiting For You. Því hann syngur “Tired Of Waitin” bara útaf því held ég, en það plagaði mig ekkert smá því ég mundi ekki hvaða lag I'm So Glad minnti mig á. Þetta var smá útúrdúr. Allavega mjög gott lag

Toad
Stórt trommusóló með Ginger Baker. Vel gert hjá kappanum, en mér finnst samt skemmtilegasti partur lagsins þegar gítarinn og bassinn eru í laginu.Þegar litið er á plötuni í heild sér maður hvað Cream voru góðir blústónlistarmenn. Ég rakst á skemmtilega grein á netinu um daginn, þarsem er verið að bera saman útgáfu Cream og Skip James af I'm So Glad, http://www.cover-vs-original.com/song-59.html . þetta er linkurinn.

Takk fyrir Mig!