Emerson, Lake and Palmer Meðlimir:
Kieth Noel Emerson
Greg Lake
Carl Frederick Kendall Palmer

Þessi frábæra hljómsveit skammstöfuð ELP byrjaði árið 1970 og voru þá Kieth Emerson(hljómborð) Greg Lake(gítar og bassi) og Carl Palmer(tormmur)í henni. En árið 1968 byrjuðu Kieth og Greg að spila saman og tóku þeir að sér nokkur gig en seinna ákváðu þeir að eina sem vantaði var trommari og þeir leituðu til meðal annars: Mitch Mitchell sem var í Jimi Hendrix Experience en hann neitaði því en bennti Hendrix á þetta. Þannig að þeir réðu Carl Palmer. Eftir þetta vildi Hendrix komast inní þessa hljómsveit og Kieth og Greg ætluðu að hugsa málið en þegar að breskir fjölmiiðlar komust að þessu varð allt brjálað og þeir skrifuðu greinar um “ofurhljómsveitina” Hendrix, Emerson, Lake and Palmer eða HELP. En stuttu eftir þetta lést Jimi og þá var lokaniðurstaðan tríóið ELP. eftir 4 ár voru þeir búnir að gefa út 6 fyrstu plötur sínar og var aðal smellurinn af þessum 6 var Lucky Man sem kom út á þeirra fyrstu plötu: Emerson, Lake and Palmer og stuttu eftir að sú plata kom út spiluðu þeir á Isle of wight festinu 1970. Árið 1971 komu þeir með plötuna Tarkus en var þar að finna smellinn Tarkus sem er sannkallað tónverk enda er það rúmar 20 mín.. Sama ár gáfu þeir út mest seldu plötuna sína hingað til Pictures at an exhibition sem var tekin upp á tónleikum í Newcastle en þar eru þeir að endurgera þetta þekkta verk eftir Modest Mussorgsky og samdi Greg allan textann við þetta verk. Á þessu tímaskeiði voru þeir byrjaðir að spila Progressive rock og Symphonic rock. Árið 1972 gáfu þeir út plötuna Trilogy en sú plata sló vel í gegn og náði hún Pictures at an exhibition í sölu og varð mest selda platan þeirra og er hún það en í dag og er það aðallega vegna lagsins From the Beginning. Síðan árið eftir þá fengu þeir samning hjá plötufirirtækinu Manticore Records og gáfu þeir út plötuna Brain salad surgery með þeim og er þetta þektasta plata þeirra í dag og er það líka H.R. Giger að þakka því að hann hannaði myndina utan á plötuna og er mikið hægt að pæla í henni en ELP fengu einnig hjálp frá Peter Sinfield sem samdi nokkra texta á þessari plötu. Svo árið 1974 spiluðu þeir á California Jam tónleikunum ásamt t.d Deep Purple og fleirum en var upptakan með þeim sýnd í beinni útsendingu um alla Ameríku og er þetta talið vera stórt skref þessarar hljómsveitar þar. þegar að þeir komu á svið voru þeir alveg brjálaðir og greip það marga að það voru læti fljúgandi hljóðfæri hér og þar og þetta virtist grípa mest áhorfendur t.d þá kveikti Kieth eitt sinn í 4 milljóna flygli á sviði og kláraði síðan sóló á meðan hann brann. En næstu þrjú árin gáfu þeir ekki út neina plötur en voru bara að spila á gigum með sinfoníum og bara einir en svo árið 1977 gáfu þeir út tvískipta plötu sem nefndist Works vol.1 og vol.2 en var það frekar góð plata að mínu mati en síðan gáfu þeir út eina plötu árið 1978 sem ber heitið Love beach en var það síðasta platan sem þeir gáfu út áður en þeir fóru í pásu frá 1978 til 1992. Árið 1985 byrjuðu Kieth og Greg á nýrri ELP og höfðu þeir Cozy Powell sem trommara því að Carl Palmer hafnaði þeim að byrja aftur en stóð þetta band aðeins í 1 ár en þá fóru Greg og Kieth í hljómsveitina 3 með Robert Berry sem voru bara mistök því að þessi hljómsveit náði engri frægð. en síðan 1992 féllust allir meðlimir á það að koma með reunion og gáfu þeir út plötuna Black Moon sem sló í gegn enda fyrsta plata eftir 14 ára pásu. en eftir það gáfu þeir út tvær live plötur en síðan komu þeir með stúdíó plötuna In the hot seat árið 1994 og síðan gáfu þeir út eina stúdíó plötu í viðbót sem nefnist I Believe In Father Christmas og kom út árið 1995 en svo eftir það starfaði hljómsveitin í 3 ár og voru þeir bara að spila á tónleikum og héldu áfram að ráða sinfoníur til að spila með sér en síðan hætti hljómsveitin árið 1998 og fóru allir meðlimir að spila sóló og eru þeir enþá að því.

Plötur:
Emerson, Lake and Palmer (1970)
Tarkus (1971)
Pictures at an Exhibition (1971)
Trilogy (1972)
Brain Salad Surgery (1973)
Welcome Back My Friends to the Show That Never Ends(1974)
Works, Vol. 1 (1977)
Works, Vol. 2 (1977)
Love Beach (1978)
In Concert (1979)
Black Moon (1992)
Live at the Royal Albert Hall (1993)
Works Live (1993)
In the Hot Seat (1994)
I Believe In Father Christmas (1995)
Live at the Isle of Wight Festival 1970 (1997)
Live in Poland (live) (1997)
Brain Salad Perjury (2003)

þetta er fyrsta greinin mín um hljómsveit hérna inná huga og ég vona bara að allir kunni að meta hana og ekki vera að gefa skít í allt sem kemur fram og gæti verið óvart vitlaust.