500 Bestu Lög Allra Tíma að mati Rolling Stone Í sumar, nánar tiltekið á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga 17. Júní, fékk ég í hendurnar 500 bestu lög að mati tímaritsins vinsæla Rolling Stone. Ég hafði fengið mission út sumarið, hlusta á öll þessi 500 lög!

Mér fannst sniðugra að byrja á botninum # 500 til # 1 til þess að sjá gæðamuninn að þeirra mati. Ekki gerði ég mér fulla grein fyrir því útí hvað ég var að fara en ég taldi að það yrði ekki eitt leiðinlegt lag að finna á þessum lista, mér skjátlaðist. Held að mér sé óhætt að segja að um 200 lög hafi ekki vakið hjá mér mikla kátínu og hefði ég þess í stað viljað sjá önnur lög með vissum hljómsveitum. Að sjálfsögðu er þetta samt mat þeirra hjá Rolling Stone og þjóðarstoltið og sjálfselskan leynir sér ekki.

Það þarf engan að undra að „Fantastic 4“ gengið hafi verið með flest lögin á þessum lista en það eru eftirfarandi: The Beatles, Bob Dylan, Elvis Presley og The Rolling Stones. Allt í góðu með það enda einu frægustu listamenn allra tíma en hvar voru Queen til dæmis? Það voru aðeins 2 lög að sjá með þeim, annarsvegar „We Will Rock You“ og hinsvegar „Bohemian Rapshody“. Vel valið ef tvö lög ætti að velja með Queen en þeir ættu auðvitað að eiga um 10 lög á þessum lista. Lituðu r&b og soul listamennirnir voru líka oft tíðir, dæmi: Al Green, Aretha Franklin, Marvin Gaye, Otis Redding, Ray Charles og Sam Cooke.

Einsog við var að búast heyrði maður mörg klassík og stórgóð lög sem maður hafði áður heyrt en ekki getað greint með nafni. Það var líklega það skemmtilegasta við þetta mission. Maður kynntist einnig fullt af nýjum listamönnum sem hafa fallið í skuggan stóra af „Fantastic 4“. Hinsvegar voru fullt af lögum sem ég skil hreinlega ekki hvernig komust inná listan. Nefni t.d. „Planet Rock“ með hinum fífldirfska Ali G (Sacha Baron Cohen), „Nothing But a G Thang Ft. Snoop“ með Dr. Dre ásamt mörgum fleirum. Ég komst svo að því að Prince er svo tónlistarmaður sem ég hata! Skil ekki hvernig þessi hress fönkaði tónlistarmaður hefur getið þess nafns sem hann er í dag, en þetta er að sjálfsögðu mitt álit.

„Like a Rolling Stone“ með Bob Dylan finnst mér ekki vera besta lag allra tíma án þess að vita hvaða lag ætti fyrsta sætið hjá mér. „Imagine“ með John Lennon eða „Golden Brown“ með The Stranglers myndu þó líklega ná ansi hátt hjá mér en að mínu mati eru þau en bestu lög sem ég hef heyrt!
Að lokum ætla ég svo að gera tvo lista, topp 5 bestu listamennirnir sem ég uppgvötvaði (betur) og topp 20 bestu lögin sem ég heyrði í fyrsta sinn í langan tíma og/eða fannst best af nýju lögunum sem ég hafði ekki heyrt.

5 Bestu Listamennirnir

1. Elvis Costello
2. Buddy Holly
3. Al Green
4. The Lovin‘ Spoonful
5. The Byrds


20 Bestu Lögin

1. Alone Again or – Love
2. Sexual Healing – Marvin Gaye
3. 96 Tears – Question Mark and the Mysteria
4. Summer in the City – The Lovin‘ Spoonful
5. Love and Happiness – Al Green
6. Green Onions – Booker T & the MG‘s
7. All I Have to do is Dream – The Everly Brothers
8. Super Freak – Rick James
9. Da Ya Think I‘m Sexy – Rod Stewart
10. Alison – Elvis Costello
11. All the Yound Dudes – Mott the Hoople
12. Everyday – Buddy Holly
13. Stand By Me – Ben E. King
14. Ohio – Crosby, Stills, Nash & Young
15. You Don‘t Have to Say You Love Me
16. Do You Believe in Magic – The Lovin‘ Spoonful
17. Gloria – Them
18. Stan (ft. Dido) – Eminem
19. Papa‘s Got a Brand New Bag – James Brown
20. Good Lovin – The Rascals


Þetta er mitt mat eftir hlustun á 500 bestu lögum allra tíma að mati Rolling Stone. Mæli eindregið með því að þið leitið lögin og listamennina uppi og hlustið því þetta er allt saman gæðaefni. Þessi listi kynnti mig fyrir enn meiru í tónlistarheiminum fyrir jafn mikinn áhugamann um tónlist einsog ég er og var ansi góð ábót við „fíkn“ minni. Nú er hins vegar komið að 500 bestu plötum allra tíma, gangi mér vel með það!

Ps. Listan er hægt að sjá hér
http://www.rollingstone.com/news/story/5938174/the_rs_500_greatest_albums_of_all_time .

Heimildir: www.rollingstone.com