Greinakeppni - David Gilmour David Gilmour var fæddur og alinn upp rétt hjá Cambridge í Englandi. Faðir hans Doug Gilmour var fyrirlesari í dýrafræði við háskólann í Cambridge og móðir, Sylvia, var kennari.

David Gilmour er örugglega mest þekktur fyrir stöðu sína sem aðalgítarleikari og söng í stórhljómsveitinni Pink Floyd. Hann er þekktur fyrir að nota mikla gítareffekta og er einn þeirra fremstu ‘'effektamanna’' á því sviði.
Að margra mati er hann besti gítarleikari sögunnar og hefur hann samið marga góðu sólóanna, meðal annars sólóinn í Comfortably numb, Money, Time og fleirum.

Gilmour var boðið í hljómsveitina Pink Floyd árið 1967 sem afleysingjargítarleikari fyrir fyrrum meðlim Syd Barret þegar hann komst ekki á tónleika. Syd Barret var seinna rekinn úr hljómsveitinni vegna ofnotkun hans á LSD sem að truflaði hann þegar hann var á sviði.
Eftir að Gilmour bættist í hljómsveitina breyttist tónlist þeirra mjög mikið. Árið 1996 var Gilmour vígður inn í the Rock and Roll Hall of Fame fyrir sinn part í Pink Floyd.

Á meðan Pink Floyd voru ekki að vinna í lögum dundaði Gilmour sér við að vinna með þekktum tónlistarmönnum og hljómsveium svo sem; Tom Jones, Elton John, B.B. King, Paul McCartney, Bob Dylan, The Who og fleirum.
Hann tók líka upp tvær sóló plötur sem fóru strax á topp 40 vinsældarlistannlistann í Bandaríkjunum og fengu gullplötur, þetta voru plöturnar ‘'self-titled debut’' frá 1978 og ‘'About Face’' frá 1984. Þriðja sóló platan hans var ‘'On an Island’' og kom út 6.Mars 2006, á 60 ára afmæli hans, og hún fór strax í 1. sæti í vinsældarlista Englands. Og inniheldur hún líka David Gilmour að spila á saxófón.
Gilmour er þekktur fyrir sína frábæru sólóa sem eru svo geðveikir að Comfortably Numb sólóinn hans var valin besti sóló allra tíma í skoðanakönnun tónlistarstöðvarinnar Planet Rock.
Svo er líka þetta sérstaka, flotta, sound í sólóunum hans eins og heyra má í lögunum ‘'Shine on you crazy Diamond’' og ‘'Echoes’' svo geðveikt að þegar maður heyrir þá, þá líður manni eins og maður sé að svífa.
Gilmour á fjögur börn frá fyrsta hjónabandinu sínu við Ginger; Alice(1976), Clare(1980), Sara(1982) og Matthew(1985). Þau fóru öll fyrst í Waldorf skólann, en Gilmour sagði að menntunin þar hefði verið hræðileg. Hann á líka önnur fjögur börn frá seinna hjónabandinu sínu við Polly Samson. Eitt ættleitt(frá fyrra hjónabandi Polly við fyrrverandi eiginmann sinn Heathcote Williams) sem hét Charlie, og svo þrjú önnur sem voru hans eigin, Joe, Gabriel og Romany. Hægt er að heyra Charlie tala í símann við Steve O'Rourke í endanum á The Division Bell.
Í maí 2003, seldi Gilmour húsið sitt í London til Earl Spencer 9.(bróður Díönu, Prinsessu Wales) og fékk fyrir það væna fúlgu, heil 3.6 milljón pund (5.9 milljón dollarar) og lét hann byggja hús fyrir heimilisleysingja og veika á geði.
Stofnanir sem Gilmour hefur styrkt eru meðal annars, European Union Mental Health and Illness Association, Greenpeace, Amnesty International, The Lung Foundation, Nordoff-Robbins Music Therapy og Crisis.
Í nóvember 2003, var hann gerður stjórnandi af CBE, fyrir styrk hans til stofnana og þjónustu til tónlistar.
Gilmour er líka reyndur flugmaður. Hann á eina gamla vél sem hann dundar sér við að fljúga á.
Gilmour spilar líka á þónokkur hljóðfæri, með því að vera geðveikur söngvari. Þótt hann sé mest þekktur fyrir gítarleik sinn spilar hann líka á bassa(sem hann spilaði á í nokkrum Pink Floyd lögum) hljómborð, trommur og saxófón.

Ég vona að þið hafið skemmt ykkur við að lesa þessa grein og vonandi hef ég eitthvað upplýst ykkur um snillinginn David Gilmour. Ég afsaka stafsetningarvillur og staðreyndarvillur, þið megið líka geyma allt skítkast fyrir ykkur sjálf.^^
Allar upplýsingar fengust af wikipedia.com


Takk fyrir mig
Aggalamansus
baldvinthormods@gmail.com