The Who - Greinakeppni Mig langar til að fjalla aðeins um þessa merku sveit The Who.

Fyrir þá sem eru alveg úti að aka í hverjir voru í The Who ætla ég aðeins að fara nánar í það.

Keith John Moon (1964-1978) – Trommur, fæddur 1946 23 águst í Harlesden London.
Látinn – 7. September 1978 aðeins 32 ára gamall af ofleynstu af lifi sem átti að minka áfengisþörf hans eftir að hafa verið í partýi hjá Paul McCartney.

Pete Townshend – Gítar, hljómborð og þess háttar, fæddur 19 mai 1945 í Chiswick, Greater London.

Roger Daltrey
– söngur, fæddur í Hammersmith London 1. mars 1944

John Alec Entwistle (1964-2002) – Bassi – fæddur 9 október 1944 í Chiswick, London
Látinn - 27 Júní 2002 á Hard Rock Hotel and Casino í Las Vegas af ofneyslu eiturlyfja.

Kenney Jones – Trommur (1972-1982), fæddur 16 September,1948 Stepney, East London

Ég veit ekki hvernig bandið er í dag nema að Zak Starkey sonur Ringo Starr er á trommunum og að Roger Daltrey og Pete Townshend eru á sínum stað í bandinu.

Þá er að fara aðeins í sögu bandsins – stiklað á stóru

The Who byrjuðu árið 1963 þá undir nafninu The Detours og eins og önnur bresk bönd á þessum tíma voru þeir undir miklu áhrifum frá Amerískum blús og kántrí böndum en Peter Meaden umboðsmaðurinn þeirra breytti nafninu í The High Numbers og gáfu þeir út undir því nafni eina smáskífu Zoot Suit“ / ”I'm the Face“. Seinna ráku þeir hann og breyttu nafninu fljótlega í The Who eins og þeir eru best þekktir fyrir.

Fyrsta smáskífan þeirra kom út árið 1965 og fékk nafnið ”I Can't Explain“ / ”Bald Headed Woman en I Can’t Explain átti eftir að verða fyrsti hittarinn þeirra. Í kjölfar hittarans fylgdi sígullinn Anyway, Anyhow, Anywhere.
Þá var komið að stóru stundinni fyrsta plata The Who sem bar heitið The Who Sings My Generation/My Generation var kominn út en hún kom út sama ár og hittarinn I Can’t Explain eða 1965. Platan innihélt lög eins og My Generation sem var notað í myndinni The Kids Are Alright ásamt fleiri lögum eftir The Who enn hún fjallaði að mestu leiti um þá og innihélt hún viðtöl við þá og tónleika video enn hún kom út árið 1979 og var Jeff Stein aðal maðurinn á bakvið hana og leikararnir voru ekki af verri endanum.
Allir meðlimir the who og m.a ringo starr og Keith Richards.

Enn aðdáendur The Who þurftu ekki að bíða lengi eftir næstu plötu.. aðeins í ár en hún fékk heitið A Quick One / Happy Jack og fékk hún fína dóma viðtakenda enn þess má geta að hún var valinn 383 besta platan af Rolling Stone magazineinu í einhverju the 500 greatest albums of all time.
Ári seinna fylgdu þeir eftir A Quick One með nýrri plötu The Who Sell Out. Hún innihélt lög eins og Armenia City in the Sky, Mary Anne With the Shaky Hand og I Can See for Miles. Hún fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda.
Einhvern tíman í viðtali við tímaritið Rolling Stones sagði Pete að þeir væru að vinna að gerð rokk óperu í fullri lengd enn hún fékk heitið Tommy enn tommy var rokk ópera um blindan dreng. Platan með lögnum úr tommy var svo gefinn út 23 Maí 1969.
Sama ár og Tommy kom út spiluðu þeir svo á stóru Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix, Janis Joplin, The Band, Jefferson Airplane og fleiri góðir spiluðu m.a á.

1970 gáfu þeir svo út tónleika plötuna Live At Leeds sem er að marga mati besta tónleika plata allra tíma en hún var svo Remastered 1995 með fleiri lögum.
Ári seinna gaf John_Entwistle úr sína fyrstu sóló plötu Smash Your Head Against the Wall og það sama ár kom út meistaraverkið Who's Next sem innihélt lög eins og “Baba O'Riley” and "Won't Get Fooled Again. Þeir voru þá byrjaðir að nota synta, orgel og píanó í þeim dúr í meira mæli eins og t.d í byrjuninni á Baba O'Riley sem mér finnst vera ein allra besta into í lagi sem ég hef heyrt. Þeir fylgdu þessari plötu eftir með plötunni Quadrophenia sem kom út 1973 enn í milli hafði fyrsta sóló plata Pete Townshend Who Came First komið út. Platan Quadrophenia var notuð sem tónlistinn í myndinni Quadrophenia sem fjallaði um náungann Jimmy sem hataði forelda sína og vinnuna sína.
Á þessum tíma hafði John Entwistle verið byrjaður á fullum krafti með sóló feilinn sinn og gefið út nokkrar plötu og Roger Daltrey að stíga sín fyrstu skref í sólófeilinnum.

1975 kom svo út platan The Who by Numbers en hún fékk eins góðar viðtökur og fyrri plötur who en samt sem áður góðar enn á þerri plötu má finna meistaraverkið Squeeze Box. Sama ár kom svo myndin Tommy sem var stjórnað af Ken Russell.
1978 kom svo út platan Who Are You sem var síðasta platan sem meistari Keith Moon trommaði á enn hann lést skömmu seinna eftir að hafa verið í partýi hjá Paul McCartney. Hann hafði farið heim úr partýinu og tekið of stóran skammt af lifi sem átti að lækna áfengis þörf hans. Þar var farinn einn besti trommari í heiminum enn Who stóðu ekki aðgerðarlausir heldur fengu þeir til liðs við sig Kenney Jones besta vin Moon enn hann hafði verið í böndum eins og Small Faces og Faces.
Ári seinna koma svo út myndin The Kids Are Alright sem ég hafði minnst á hér að ofan.

Með Kenny Jones gáfu þeir út tvær plötur Face Dances og It's Hard sem fengu mis góðar viðtökur. Townshend gaf út sína aðra sóló plötu á þessu White City: A Novel, The Iron Man ásamt því að Roger Daltrey og John Entwistle gáfu út plötur.
Á þessum tíma voru þeir eiginlega alveg hættir enn spiluðu á einhverjum giggum með Kenny Jones á trommum og Simon Phillis.
Árið 1990 voru þeir krýndir í Rock and Roll Hall of Fame.

Árið 1996 spurði Pete hvort þeir vildu spila á einhverjum tónleikum í Hyde Par með Zak Starkey á trommunum og þeir gerðu það þar sem þeir tóku mikið af lögum af Quadrophenia, þetta var einginalega svona reunion og hafa þeir starfað síðan þá án hléa.

Þeir spiluðu eining í Royal Albert Hall 2002 og gáfu þá tónleika út á DVD og skilst mér að það hafi verið síðustu tónleikar John því hann lést af ofneyslu eiturlyfja.

Í fyrra gáfu þeir svo út nýja plötu Endless Wire og eru nú að túra um allan heiminn og eru að fara spila m.a á Hróakeldu.

Takk fyrir mig og ég vona að þið hafið notið þessarar lesningar og ef ég haf farið með staðreyndar villur meigiði benda mér á það.

Heimildir: Wikipedia, Allmusic, pabbi og minnið mitt.
www.bit.ly/1ehIm17