Brian May —Líf Brian May's— (stutt útgáfa)

Brian Harold May, fæddur 19. júlí árið 1947.

Brian var fæddur í Hampton, í Middlesex (lestu orðið á ísl-ensku…)
og gekk í Hampton Grammar skóla.
Hann fór þaðan í Imperial Collage London í eðlis- og stærðfræði deild
og var kominn langleiðina með doktorsgráðu.

Var hann að kanna ljósendurspeglun frá geimriki og hraða riksins.
Hann yfirgaf tímabundið þann feril þegar Queen
varð vinsæl, en skrifaði í 2 vísindablöð. “MgI Emission in the Night-Sky Spectrum”
og “An Investigation of the Motion of Zodiacal Dust Particles (Part I)”.
En í nóvember 2002 var hann verðlaunaður með “Doctor of Science” (D.Sc.)
eða “Doktor í vísindum” gráðuni af háskólanum í Hertfordshire (University of Hertfordshire).
Hann var líka einn af þeim sem skrifaði bókina “Bang! – The Complete History of the Universe”
ásamt Patrick Moore og Chris Lintott sem var gefin út 23. október. 2006.

Brian, ólíkt öðrum rokkstjörnum notaði ekki dóp, var ekki kynlífslega lauslátur,
reykir ekki og drekkur sjaldan.

Brian var þekktur fyrir að vera þögull og hlédrægur í veislum. Han sagðist, í viðtali, að á tímabili
hafði hann verið mjög þunglyndur og íhugað sjálfsmorð um stund.
Á þeim tíma þegar platan The Miracle var í vinnslu skildu Brian og kona hans, Chrissy og faðir hans lést,
og útaf veikindum Freddies hættu þeir að halda tónleika.

Faðir Brians reykti mikið, og er það líklega ein af megin ástæðum snöggum dauðdaga hans
Útaf þessu, þá þolir Brian ekki reykingar, og er það ástæða þess að hann leyfir ekki reykingar innandira
á nýlegum tónleikum hans. Hann skrifar oft um reykingar á heimasíðuni sinni á http://brianmay.com .

Hann giftist leikkonuni Anita Dobson og á þrjú börn. James (Jimmy) (1978), Louisa (1981), og Emily Ruth (1987)
öll úr fyrra hjónabandinu með Chrissy.


————Sem tónlistarmaður————

Hann spilar á margar tegundir gítara, en mest á “Red Special” sem er gítar sem hann og faðir hans, Harold May, hönnuðu
og er gerður úr við af gömlu eldstæði.
Hann hafði orð á þessu hljóðfæri í: Queen In Their Own Words (ed. Mick St. Michael, Omnibus Press, 1992)

“Ég elska stóra hálsinn, - þykkur, flatur og breiður. Ég lakkaði gripbrettið með Rustin's plast húð.
Tremolan (stöngin á sumum gítörum sem myndar titring ef þú ferð með hana upp og niður) er úr gömlu reiðhjóli,
stöngin sem heldur hnakknum uppi, hnapparnir úr hausum af saumanálum og gormarnir eru úr ventlum úr gömlu
mótorhjóli.”

Hann notast ekki við venjulega plastnögl, heldur er hann með smápeninga, einkum sex pensa peninga, til að spila með.
Hann segir að ósveigjanæeiki þeirra gefi honum betri stjórn á gítarnum (prufa þetta einhverntímann…)

Hans uppáhalds tónlistar-hetjur á hans yngri árum voru Cliff Richard og The Shadows. “Þetta var það þyngsta á þeim tíma”
Segir hann.

Í þriggja-parta radd “harmoníjum (betra orð einhver?)” lögunum var hann yfirleytt djúpi tónninn.
Hann söng oft einsöng og kom oft fyrir að hann söng allt lagið. Meðal þeirra laga eru :
“Who Wants to Live Forever,” “Some Day One Day,” “All Dead, All Dead,” “Long Away,” “Leaving Home Ain't Easy,”
“Good Company,” “Sleeping on the Sidewalk” og “'39.”

Á afmæli Bretadrottningar var hann útnefndur “Commander of the Order of the British Empire ”for services to the music industry“.
(Yfirmaður Reglu Breska veldisins ”Fyrir þjónustu í tónlistarbransanum“)

——Hápunktar——

Sem tónlistarmaður er hann aðallega þekktur sem gítarleikari. Hann kannaði marga tegundir
gítarspilunar.
sweep picking (”Was It All Worth It“), tapping (”Bijou“,”It's Late“,”Resurrection“, ”Cyborg“),
Hendrix-líkar licks (Liar, Brighton Rock)
og melódískara (”Bohemian Rhapsody“, ”Killer Queen“, ”These Are the Days of Our Lives“).

Með hjálp síns einstaka gítars gat hann framkallað hljóð sem fólk hélt að væri gert af effectara.
Sem dæmi, í laginu ”Good Company“ notaði hann gítarinn til að herma eftir básúnu, pikkólóflautu
og fleiri hljóðfærum.


——The Brian May Band——

The Brian May Band var formlega stofnuð í lok október, 1992.

Einhverslags frumgerð af hljómsveitini var gerð í lok október 1991 þegar Brian tók þátt í
”Guitar Legends“ gæitarhátíð í Seville, Spánn.
Uppröðunin var: Brian (aðalsöngvari og aðal gítarleikari) Cozy Powell (trommur og ásláttarhljóðfæri)
Mike Moran (hljómborð), Rick Wakeman (hljómborð), Maggie Ryder (bakrödd),
Miriam Stockley (bakrödd) og Chris Thompson (bakrödd).
Þessi uppröðun breyttir stöku sinnum í gegnum árin, og héldu þeir tónleika hér og þar
fram til 1993.

Árið 1993 ákváðu eftirlifandi meðlimir Queen að klára plötuna Made In Heaven.
En þeir sem höfðu verið með í The Brian May Band fannst það gaman að vinna saman
að þeir stofnuðu sína eigin hljómsveit. SAS í henni voru Spike Edney, Cozy Powell, Neil Murray
og Jamie Moses. Neil spilaði einungis með þeim á fyrstu tónleikunum en fór svo í Whitesnake.
En SAS gerði eina tónleika plötu

Árið 1995 byrjaði hann á sólóplötu sem ar nafnið ”Heroes".

5 April 1998 dó Cozy Powell í bílslysi á M5 hraðbrautini í Bretlandi.
Þetta hafði alvarlegar afleiðingar fyrir SAS, svo Brian kom til þeirra, og uppröðunin var eftirfarandi:
Brian May (Aðal söngvari og aðal gítarleikari), Spike Edney (hljómborð), Neil Murray (Bassi), Jamie Moses (Gítar),
Steve Ferrone (trommur og ásláttarhljóðfæri), Susie Webb (bakrödd) og Zoe Nicholas (bakrödd)

Eftir prufutúr fór Steve Forrone og Eric Singer kom í staðinn (Hann var þó ekki söngvari eins og nafnið gæti gefið til kynna)
og þeir fóru í 1998 heims-tónleika-reisu.

Og árið 2005 komu Edney, Moses og Danny Miranda (Bassi) inní Queen + Paul Rodgers
(Queen + Paul Rodgers var og er Brian May, Roger Taylor, John Deacon og Paul Rodgers að spila Queen lög, og hafa verið að því árið 2003 - 2004)

Eru þeir enn að spila í dag. Endilega sendið Brian May póst um að koma til Íslands! brianmay.com brians.soapbox@clara.co.uk