Hér koma svör og úrslit triviunar.


1. Við hvern er átt við í textabrotinu “Hey you Whitehouse. Ha ha charade you are!” Úr laginu Pigs (Thee Different Ones) með Pink Floyd? (2 stig)

Það er um hana Mary Whitehouse sem reyndi að fá bann á Pink Floyd fyrir pólitískar skoðanir þeirra.

Hverjir eru einu tveir Bítlameðlimirnir sem spila á laginu Love You To af Revolver? (2 stig)

Það eru Ringo Starr sem spilaði á tambourine og George Harrison á sitar og tamboura. Paul McCartney átti upprunalega að vera á laginu en það var tekið í burtu í síðasta mixi.

3. Spurt er um ár. Á þessu árið kom meðal annars platan Outlandos d'Amour með Police út, John Lydon stofnaði sveitina Public Image Ltd. og árið var hafið á laugardegi. (3 stig)

Þetta er árið 1978.


4. Beach Boys lagið I Know There's An Answer kemur af plötunni Pet Sounds. Hvað átti það að heita fyrst? (2 stig)

Það átti fyrst að heita Hang on To Your Ego en Mike Love mótmælti titlinum á laginu vegna vitnanna í eiturlyf. Laginu var svo breytt í I know There’s an answer og gefið út á Pet Sound árið 1966.

5. Hver var fyrstur af Bítlunum af gefa út sóloplötu? og hvaða ár kom hún út? (2 stig)

Það er platan The Family Way með Paul McCartney og kom hún út árið 1967.

6. Hvaða plata er er þetta? og með hverjum er hún? (2 stig)

Þetta er platan Forever Changes með Love sem kom út árið 1967.

7. Hver var Roky Erickson og í hvaða hljómsveit var hann? (2 stig)

Roky Erickson var stofnandi og frontmaður sækadelísku hljómsveitarinnar 13th Floor Elevators. Hanne r oft flokkaður í sama flokk og menn eins og Syd Barrett og Arthur Lee (úr Love) sem frumkvöðlar sækadelíunar.

8. Nefnið alla “meðlimi” hins Million Dollar Quartet svokallaða (4 stig)

Það eru Elvis Presley, Johnny Cash, Jerry Lee Lewis og Carl Perkins.

9. Hvað kölluðu Yarrow, Stokey og Travers folk tríóið sitt sem tók til starfa 1961? (2
stig)

Þetta er hljómsveitinn Peter Paul & Mary.

10. Nefnið 5 manneskjur sem sjást á Sgt. Pepper's fyrir utan meðlimi Bítlana (5 stig)

Meðal annars; Karlheinz Stockhausen lagasmiður, Edgar Allan Poe ljóðskáld og rithöfundur, Bob Dylan, Aldous Huxley rithöfundur, Marilyn Monroe og Oscar Wilde. Auk þess er dúkka í hægra horninu sem ber áletrunina “Welcome The Rolling Stones”.


Úrslitin eru svohljóðandi

1. Xanderz með 19 stig
2. kristofer9999 með 18 stig
3. HonkyCat með 16 stig
4. Luigi með 13 stig
5. Devo með 7 stig
6. BestThereIs með 4 stig

Ég vil nota tækifærið og óska Xanderz til hamingju með sigurinn. Hann á víst heiðurinn af næstu triviu.

Takk fyrir mig.
-Raskolnikov
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.