Ritchie Blackmore Ritchie Blackmore fæddist á Weston-super-Mare, Englandi 14. apríl 1945.
Yngstur tveggja bræðra. 11 ára að aldri fékk hann sinn fyrsta gítar með því skilyrði frá föður sínum að ef hann ætlaði að gera þetta, þá yrði hann að gera það alminnilega. “Hann sagði að ef ég skyldi ekki taka tíma á klassískum gítar, þá skyldi hann brjóta gítarinn á hausnum mínum. Svo ég tók þessa tíma í eitt ár.”
Áhrifin frá fyrri tíma rokkurum á borð við Hank Marvin og Cliff Gallup og “Country” gítarspilurum eins og Chet Atkins þá bættist gítarleikur hans stöðugt, svo hann fór í að gera nokkrar upptökur með hljómsveitum á borð við The Outlaws.

Með orgelleikaranum Jon Lord stofnuðu þeir Deep Purple árið 1968, og hélt áfram að vera meðlimur og akkeri Deep Purple frá 1968-1975 og aftur frá 1984-1993.

Fyrstu ár Deep Purple.

Þeir sem fyrst voru í Deep Purple voru Ritchie Blackmore (Gítar) , Rod Evans (söngvari) , Nick Simper (bassi), Jon Lord (hljómborð), og Ian Paice (trommur).
Hljómsveitin komst fljótt upp í Bandaræikjunum með endurgerð lagsins Hush eftir Joe South.
En eftir fyrstu þrjár plöturnar var Evans og Simper skipt út fyrir Ian Gillan (söngur) og Roger Glover (bassi) báðir úr hljómsveitini Episode Six.
Eftir þessa breytingu gerðu þeir plötuna “In Rock” sem er t.d með lögunum Child In Time og Speed King. Eftir það gáfu þeir út lagið Black Night á smáskífu sem var þeirra fyrsta lag sem sló alminnilega í gegn í Bretlandi og náði það öðru sæti vinsældarlistans.
Þeirra næsta plata var Fireball sem var með sama “Hard-rock” stíl og fyrri plata þeirra.
Þeirra næsta plata Machine Head átti að vera tekin upp í spilavíti nokkru Montreux, en kvöldið áður voru haldnir Frank Zappa tónleikar, á þeim tónleikum skaut einn áhorfandinn úr blys-byssu sem lenti beint í bambusþaki spilavítisins sem brann til kaldra kola. Allur þessi atburður var settur í texta sem síðar hét Smoke On the Water.
Svo þeir þurftu að taka plötuna upp í “The Rolling Stones Mobile Studio”
Plata þessi innihélt lög eins og “Space Truckin'”, “Highway Star” og “Lazy”.
Árið 1973 hættu Ian Gillan og Roger Glover í hljómsveitini. Í staðinn komu Glenn Hughes (bassi) og David Coverdale (söngvari).
Platan sem var tekin upp eftir þessa breytingu var Burn.
Þeir héldu áfram að túra og voru á 1974 California Jam. Sjónvörpuðum tónleikum sem var með hljómsveitum á borð við The Eagles og Black Sabbath.
——
Á sömu stundu og hljómsveitin átti að fara á svið læsti Blackmore sig inn í búningsherberginu og neitaði a' spila því að þeir voru á undan áætlun og það var enn sól á lofti sem skemmdi ljósasýninguna. ABC var ekki ánægðir með það svo þeir hótuðu að láta handtaka hann. Svo þeir fóru á svið með honum. En hann ákvað að bæta þetta upp og skemmdi einn af gíturunum sínum og henti nokkrum mögnurum fram af sviðinu og kveitki í einum af tækjunum sem myndaði stuttan, en stórann eldbolta. Og til að toppa þetta þá barði hann í eina myndavélina með gítarnum sínum. Eftir tónleikana voru þeir hjá ABC bálreiðir, en Deep Purple hafði sloppið burt via þyrla…
——-
Næsta plata Deep Purple Stormbringer var talin þeirra versta plata og var formlega “sagt upp” af Blackmore sjálfum sem sagði “Stormbringer er drasl” en hann þoldi ekki Soul áhrif frá nýju meðlimum Purple. Eftir þetta hætti hann í hljómsveitini og stofnaði nýja hljómsveit.

Fyrstu ár Rainbow 1975-1984

Rainbow var upprunalega stóð af aðalsöngvara hljómsveitarinnar Elf Ronnie James Dio og afgang Elf bassaleikara Craig Gruber, trommara Gary Driscoll, og hljómborðsleikara Micky Lee Soule.
Fyrsta plata Rainbow var Ritchie Blackmore's Rainbow árið 1975, en á henni má finna “Man on The Silver Mountain”
Blackmore rak alla nema Dio stuttu eftir að platan var tekin upp og réð í staðinn trommarann Cozy Powell , bassaleikarann Jimmy Bain og hljómborðsleikarann Tony Carey.
Eftir þessa breytingu tóku þeir upp plötuna “Rainbow Rising” sem sumir telja þeirra bestu plötu.
“Long Live Rock ‘n’ Roll” var svo tekin upp árið 1978. En rak Blackmore alla nema Dio og Powell. En að hans mati gat hann aldrei fundið nógu góðann bassaleikara svo hann spilaði sjálfur á bassa í þrem lögum (Gates of Babylon, Kill the King, og Sensitive To Light)
Eftir að þessi plata kom út og eftir túrinn hætti Dio í hljómsveitini vegna “sköpunar ágreinings”
og fór í stað Ozzies í Black Sabbath en stofnaði svo seinna hjlómsveitina Dio.
Blackmore hélt áfram með Rainbow með Graham Bonnet í stað Dio.
Svona hélt þetta áfram, fólk kom og fór úr hljómsveitini plöturnar Down To Earth og Straight Between the Eyes voru gerðar á þessu tímabili. Myndbandið við lagið “Street Of Dreams” var bannað á MTV vegna hugsanlegra dáleiðslu áhrifa.
Deep Purple var endurstofnuð og Glover og Blackmore voru fengnir með.

Seinni ár Deep Purple 1984-1994

Í apríl 1984 var tilkynnt í “BBC Radio One's Friday Rock Show” að seinni röðun manna í Deep Purple væri Blackmore, Gillan, Glover, Lord, og Paice og að þeir væru að fara að taka upp nýtt efni. Hljómsveitin skrifaði undir samning við Polydor í Evrópu og Mercury í Bandaríkjunum.
Platan Perfect Strangers var svo gefin út í október 1984 með fylgjandi tónleikaferð.
1987 voru svo plöturnar The House of Blue Light og tónleikaplatan Nobody's Perfect gefnar út.
Ian Gillian var rekinn úr hljómsveitini vegna rýrnandi sambands við Blackmore. Í staðinn kom fyrrum söngvari Rainbow, Joe Lynn Turner.
ÞESSI nýja uppröðun tók svo upp plötuna Slaves & Masters (1990). Þessi plata var ekki talin sérstök miðað við þeirra fyrri plötur og voru þeir sjálfir óánægðir með þessa plötu. Eftir það var Turner rekinn og var rifist um hvort Ian Gillian ætti að koma aftur, sem hann gerði. Þeir gerðu plötuna The Battle Rages On árið 1993.
Í meðfylgjandi túr náði spennan á milli Blackmore og Gillian hámarki og Blackmore hætti endanlega í hljómsveitinni hann spilaði síðast með DP í Helsinki, Finnlandi 17. nóvember 1993. Joe Satriani kom í tæka tíð til að klára túrinn að mati Gillians. Satriani var beðinn að vera í fullu starfi sem gítarleikari hjá þeim, en þurfti að hafna vegna samnings við annað plötufyrirtæki. En þeir fundu annan gítarleikara sem var orðinn ansi þekktur. Steve Morse úr hljómsveitinni Dixie Dregs.

Seinni ár Rainbow 1994-1997.

Blackmore endurstofnaði Rainbow með Doogie White og entist það til 1994. Tóku þeir upp plötuna Strangers in us All. Þeirra síðustu tónleikar Esbjerg, Danmörk árið 1997.

The Blackmore's Night árin, 1997-?

Árið 1997 stofnuðu Blackmore og kærasta hans, Candice Night, Blackmore's Night. Þau hittust á fótboltaleik þar sem Deep Purple (með honum) voru að spila og urðu ástfangin…
Platan þeirra Shadow of the Moon sló í gegn í Evrópu og eru þau enn að spila á tónleikum.