Duane Allman Howard Duane Allman var fæddur þann 20 Nóvember árið 1946 í Nashville, Tennessee.
Þegar Duane var þriggja ára starfaði faðir hans sem liðþjálfi í Bandaríska hernum, en í desember árið 1949 var hann drepinn þannig að Duane varð föðurlaus snemma í lífi sínu.
Árið 1957 flutti fjölskyldan til Flórída fylkis í bæinn Daytona Beach þar sem tónlistin átti seinna eftir að koma inn í líf hans.
Árið 1960 þegar Duane var 14 ára byrjaði hann að spila á gítar eftir að bróðir hans Gregg Allman hafði verið að spila á gítar í nokkurn tíma eftir að hafa heyrt nágranna spila og heillaðist strax af hljóðfærinu.
Duane varð fljótt betri en bróðir sinn á gítar og var augljóst að hann bjó strax yfir miklum gítar hæfileikum.
Bræðurnir Duane og Gregg Allman byrjuðu svo að koma fram þegar Duane var 15 ára og Gregg 14 ára árið 1961 með ýmsum hljómsveitum í heimabæ þeirra Daytona Beach.
Bræðurnir fengu nokkra athygli með hljómsveitunum sem þeir voru að spila með og á þessum tímapunkti ákvað Duane að hætta í menntaskóla til þess að einbeita sér að fullu af gítarleiknum.
Hljómsveit þeirra bræðra The Allman Joys fór á tónleika ferð um lítinn hluta Bandaríkjanna eftir að Gregg útskrifaðist úr menntaskóla árið 1965. The Allman Joys urðu svo seinna árið 1967 að bandinu The Hour Glass sem hlaut svipaða velgengi og The Allman Joys og fluttist bandið til Los Angeles til þess að reyna að fá stærri og fleiri tækifæri þar.
The Hour Glass gerðu tvær plötur sem meðlimir bandsins voru engan veginn sáttir með og seldust þær lítið sem ekkert og fengu enga umfjöllun. Eftir fluttningin til Los Angeles byrjuðu þeir að hita upp fyrir bönd eins og The Doors og Buffalo Springfield. The Hour Glass hættu árið 1968, Duane og Gregg fluttu aftur til Flórída.


Bræðurnir spiluðu á demó upptöku sem leiguspilarar fyrir The 31st of February, trommuleikarinn í bandinu var Butch Trucks sem seinna varð trommuleikari The Allman Brothers Band. Gregg fór að klára önnur verkefni í tónlistinni en Duane fór og reyndi fyrir sér sem leiguspilari. Þar var maður að nafni Rick Hall eigandi FAME Studio þar sem The Hour Glass tóku upp plöturnar sínar sem átti eftir að útvega honum gott tækifæri. Rick Hall sem hafði heillast af gítarleik Duane's bað hann um að koma og spila á plötu hjá Wilson Pickett.
Góður gítarleikur Duane's í laginu Hey Jude varð til þess að hann var kominn með örruggt starf sem leiguspilari, og var hann mjög vinsæll sem slíkur. Hann spilaði með mörgum góðum listamönnum eins og Aretha Franklin, Otish Rush, Bob Scaggs og mörgum fleiri góðum.
Eftir að hafa spilað sem leiguspilari í svolítinn tíma tók hann þá ákvörðun árið 1969 að það væri ekki það sem hann ætlaði að gera alla tíð sem gítarleikari, honum langaði að vera í stærra og mikilvægara hlutverki en hann fékk að spila voðalega takmarkað sem leiguspilari, og að spila bara sem leiguspilari hjá öðrum heillaði hann ekki þannig að hann ákvað stofna nýtt band. Á þeim tíma sem hann spilaði sem leiguspilari kynntist hann mörgum góðum tónlistarmönnum í þeim bransanum þannig að það reyndist vera gott þar sem hann var að stofna band og vantaði réttu meðlimina með sér í það verkefni.
Duane fékk til liðs við sig trommuleikarann Jai “Jaimoe” Johanny Johanson sem hafði spilað með Otish Redding. Duane og Jaimoe fengu svo bassaleikarann Berry Oakley til að koma til Flórída og spila með þeim á bassann, en Berry var skuldbundinn bandinu sínu sem hann var í með gítarleikaranum Dickey Betts en svo loks ákváðu þeir báðir að ganga í bandið.
Duane og Jaimoe fluttu til trommuleikarans Butch Trucks í Mars ‘69 þar sem hann bjó í Jacksonville, Flórída.
Og þar komu þeir allir í fyrsta sinn til að spila saman auk Reese Wynans sem var látinn fara eftir fyrstu æfinguna og fengu þeir bróðir Duane´s, Gregg Allman til að spila á orgelið og syngja með þeim og seinna fékk bandið nafnið The Allman Brothers Band.
Wynans varð seinna þekktur sem organisti í bandinu Steve Ray Vaughn & Double Trouble.
Eftir margar þéttar æfingar og nokkra tónleika fluttu sexmenningarnir í Apríl til Georgíu.
The Allman Brothers Band varð brátt ein áhrifsmesta rokk grúppa áttunda áratugarinns.


Árið 1971 var þeim lýst svona í tímaritinu Rolling Stone “the best damn rock and roll band this country produced in the past five years”
Eftir mánuði af endalausum æfingum og tónleikum, fannst meðlimum bandsins tímabært að koma sér í stúdíó og taka upp plötu. Loks komu þeir sér í stúdíó í september árið ’69 og tóku upp sína fyrstu plötu í New York “The Allman Brothers Band” sem innihélt lagið “Whipping Post” platan fékk stórkostlega dóma og fékk Duane hvert lofið á fætur öðrum fyrir gítarleik sinn á plötunni og sömuleiðis Dickey Betts annar gítarleikari bandsins. Eftir að hafa túrað smá til að fylgja eftir plötunni ákváðu þeir að koma sér í stúdíó á ný til þess að taka upp aðra plötu, þeir byrjuðu að vinna að væntanlegri plötu sinni. Platan Idlewild South varð til og kom hún út í Ágúst 1970 platan var tímamóta verk fyrir bandið þar sem hún komst á Billboard listann og þeir urðu virkilega þekkt band eftir það.


Nýtt band sem Eric Clapton var að stofna Derek And The Dominos fengu Duane Allman til að spila sem gestaspilari á plötunni “Layla And Other Assorted Love Songs”.
Eric Clapton dáðist virkilega af gítarleik Duane's og vildi ólmur fá hann til að spila á plötu sem þeir voru að vinna að.
Clapton fór á tónleika með Allman Brothers band í Miami þar sem Clapton var að vinna að plötunni nýju og vildi fá að hitta Duane eftir tónleikana og ræða við hann um þetta verkefni. Þeir hittust svo stuttu eftir þetta og spiluðu saman eina nóttina, eftir að þeir voru búnir að því spurði Duane -Clapton hvort hann mætti koma við eitthvern tímann og sjá þá í stúdíónu, Clapton svaraði með því að bjóða honum að koma og spila með þeim á plötunni “Layla and other assorted Love songs”. Duane samdi hið mjög svo þekkta upphafsriff í laginu Layla með Clapton.
Eftir þetta vildi Clapton vinna meira með Duane og spurði hann Duane af því en hann afþakkaði því hann væri ekkert að fara að hætta í The Allman Brothers Band.
Duane túraði aldrei með Derek And The Dominos en kom þó tvisvar fram með þeim á tónleikum-


The Allman Brothers tóku upp tónleika plötuna sína “At Fillmore East” í mars ‘71 sem varð eitt af þeirra stærstu og þekktustu verkum og oft talin ein besta rokk tónleika plata allra tíma. Allman Brothers Band þóttu virkilega flottir á tónleikum og var það að mörgu leiti gítarsnilli Duane’s að þakka en bandið þótti líka eitt besta ‘spuna band’ (Jam Band) veraldar og er talið það enn í dag.
Duane reyndi alltaf að spila sem leiguspilari hjá öðrum tónlistarmönnum þegar hann var laus, ofast fékk hann sinn launaseðil fyrir sína vinnu á hinum ýmsu plötum en sjaldan var hann nefndur á plötunum sem hann spilaði á.


Þann 29 Október 1971 var Duane Allman að keyra Harley mótorhjólið sitt þegar hann missti stjórn á hjólinu og lenti aftan á trukk og lést hann nokkrum tímum síðar aðeins rétt rúmum mánuði fyrir 25 ára afmæli hans. Rétt rúmu ári eftir að Duane lést skeði það sama við bassaleikarann Berry Oakley í nóvember ‘72 að hann lést í mótorhjólaslysi og ekki nema nokkrum húsaröðum þaðan sem Duane lést. Berry var grafinn við hlið Duane’s. Eftir að Duane lést tileinkaði söngvari Lynyrd Skynyrd Duane lagið “Free Bird”
Stuttu eftir lát Duane´s kláruðu hinir fimm meðlimir bandsins (fyrir lát Berry's) þeirra fjórðu plötu Eat a Peach sem þeir voru að vinna að þegar Duane lést. Platan “Eat a Peach” kom út í Febrúar árið 1972. Platan fékk frábæra dóma gagnrýnenda og seldist gríðarlega vel.


Duane Allman hefur oft verið á lista yfir bestu gítarleikara heims og er hann í öðru sæti yfir bestu gítarleikara heims á eftir Jimi Hendrix í “Rolling Stone” tímaritinu.
Duane Allman varð svakalega fær “slide” gítaleikari og fyrst þegar hann var að prófa sig áfram í þeirri tegund gítarleiks tók hann stút af brotinni bjórflösku og setti á puttann á sér og spilaði þannig og þar með lagði hann grunninn að hljóði sem seinna var kallað “Southern Rock” sem er blanda af blús tónlist og rock and roll.