Nú eiga allir eftir að fara að tala um hvað Zeppelin séu ofmetnr og svoleiðis en ég ætla samt að póst þessu hingað, þetta er ritgerð sem ég gerði fyrir skólann.

Led Zeppelin voru stofnaðir 1968 og samanstóð sveitin af þeim Robert Plant, Jimmy Page, John Paul Jones og John Bonham. Þeir spiluðu mjög fjölbreytta tónlist en héldu sig yfirleitt í blúsuðu rokki. Þegar The Yardbirds hættu ákvað Jimmy Page að stofna sína eigin hljómsveit. Hún átti að heita The New Yardbirds og vildi hann fá John Paul Jones eða John Entwistle úr The Who sem bassaleikara og Steve Marriott söngvara til liðs við sig. Hann fékk John Paul Jones til liðs við sig en ekki Steve Marriott, því að hann fékk nafnlaust símtal að ef hann fengi Steve Marriott til liðs við sig myndi viðkomandi brjóta alla puttana á Page og það vildi hann ekki. Þá kom til greina að fá tónlistarmannin Donovan sem söngvara en hætt var við það.

Hann fékk þá Robert Plant söngvara til liðs við sig. Page vildi svo fá trommara The Who, Keith Moon, til þess að tromma fyrir sveitina en hann fékk vin Robert Plant, John Bonham. Nafnið Led Zeppelin kom þegar Keith Moon var að lýsa fyrir þeim hvernig væri að standa sig illa á tónleikum. “Maður fer í gegnum tónleikana einsog loftfar út blýi”.

Fyrsta plata Zeppelin kom út 12. Janúar 1969 og fékk hún heitið Led Zeppelin. Hulstrið á þeirru plötu birt mynd af loftskipi sem er að klessa á staur. Hún innihélt lög á borð við Communication Breakdown, Babe I'm Gonna Leave You, Dazed And Confused, Good Times Bad Times og How Many More times. Jimmy Page sagði seinna að það hafi tekið 36 klukkutíma að taka upp albúmið. En þetta albúm þykir enn þann dag í dag með bestu albúmum Led Zeppelin. Það kostaði 1.750 pund að gera albúmið en sagt er að þegar árið 1975 kom, semsagt sex árum seinna, hafi albúmið verið búið að hala inn 7 milljónum punda.

Á fyrstu tónleikaferð sveitarinnar varð það svo að vörumerki Page að spila með fiðluboga á gítarinn þegar þeir tóku How Many More Times. Zeppelin höfðu nær enga athygli fengið í Bandaríkjunum svo að þeir ferðuðust ekki um Bandaríkinn í þetta skipti. Næsta plata Zeppelin kom svo sama ár og fyrsta platan þeirra kom út, hún fékk heitið Led Zeppelin II. Hún innihélt lög á borð við Whole Lotta Love, Ramble On, What Is And What Should Never Be og Moby Dick en í því lagi tók trommarinn John Bonham gasalegt trommusóló og teygði það stundum uppí tuttugu mínútur á tónleikum.

Nýja plata jók auðvitað vinsældir Led Zeppelin og þurftu þeir þá að fara á annað tónleikaferðalag. Í þetta skipti fóru þeir til Bandaríkjana. Þeir fóru líka til Evrópu í þessu tónleikaferðalagi og heimsóttu meðal annars Ísland og spiluðu í Laugardalshöll og sömdu lagið Immigrant Song í kjölfarið. Immigrant Song kom svo út á næstu Zeppelin plötu Led Zeppelin III. Hún innihélt líka lög einsog Friends, Gallows Pole og SInce I've Been Loving You. Led Zeppelin III fékk lélega dóma en góður viðtökur aðdáenda. Eftir þetta albúm voru þeir kallaðir “stærsta band í heimi” og vinsældir þeirra jukust alltaf jafnt og þétt.

Fjörða plata Zeppelin fékk mörg nöfn ef svo má að orði komast. Á plötuni stóð ekkert nafn en það var mynd af fjórum táknum. Þeir sögðu seinna að hvert merki ætti að tákna hvern meðlim sveitarinnar. Platan fékk nöfn einsog Zoso, en eitt merkið innihélt þessa fjóra stafi og gat fólk lesið útúr því Zoso. Hin merkinn voru ekki lesanleg. Platan fékk líka nafni Led Zeppelin IV. Robert Plant sagði seinna að albúmið héti bara The Fourth Album eða á góðri íslensku fjórða platan/albúmið. Þessi plata var besta platan þeirra til þessa. Innihélt hún ekki bara klassíkina Stairway To Heaven, heldur innihélt hún líka lögin Black Dog, Rock N Roll, Misty Mountain Hop, Going To California og When The Levee Breaks sem náðu mestum vinsældum. Sex lög af átta komust á vinsældarlistana í Bandaríkjunum og Bretlandi. Geri aðrir betur!

Árið 1973 kom svo þeirra næsta plata út, Houses Of The Holy. Houses Of The Holy innihélt lög á borð við Dy'er Make'r, The Song Remains The Same & No Quarter. Hún var metsöluplata og slógu Zeppelin líka met í Houses Of The Holy tónleikaferðini. En það met var áhorfenda hópurinn á tónleikum sem þeir héldu í Tampa Stadium í flórída. Þeir slógu áhorfandamet The Beatles. Svo kom í ljós að Zeppelin ætluðu sér að gera bíómynd, en henni var seinkað til 1976. Myndinn fékk heitið The Song Remains The Same og var hún tekinn á tónleikunum í flórída. Zeppelin stofnuðu svo eiginn útgáfufyrirtæki sem fékk heitið Swan Songs.

Fyrsta platan sem var gefinn út frá fyrirtækinu Swan Songs var Zeppelin platan Physical Graffiti. Hún var gefin út í febrúar 1975. Sú plata var tvöföld og þótti mjög góð. Hún innihélt mörg meistarastykki á borð við The Rover, Kashmir, Trampled Underfoot, In My Time Of Dying, Ten Years Gone og lag sem hét eftir plötuni þeirra frá 1973, Houses Of The Holy. Zeppelin voru ekki lengur frægasta rokksveit í heimi heldur líka sú besta ásamt The Who og The Rolling Stones. Í maí á sama ári spiluðu Zeppelin fimm sinnum fyrir fullu húsi í Earls Court.

Hljómsveitinn tóku sér smá hlé eftir plötuna Presence en þótti hún mjög slöpp ekki bara hjá gagnrýnendum heldur líka aðdáendum og þykri heróínneysla Jimmy Page haft mikil áhrif á hvernig platan var og þykir hafa heft sköpunargáfu Page. Svo dó sonur Robert Plant 1977 en það var aðeins stuttu eftir að hann(Plant) hafði lent í bílsslysi og rifbeinsbrotnað. Presence innihélt reyndar slagarann Nobody's Fault But Mine. Næsta plata Zeppelin var mjög tilraunasöm og fékk hún heitið In Through The Out Door.
Hún innihélt löginn All Of My Love og In The Evening. 27. Júní 1980 dó John Bonham eftir að hafa drukknað í eigin ælu eftir fyllerí.

Page og Plant áttu eftir að koma aftur saman og gefa út albúmið No Quarter. Þeir komu einu sinni saman eftir að John Bonham dó og var það á Live Aid, en þeir komu ekki aftur saman eftir það, allavega ekki til að spila. Hver fór sína leið og fóru þeir allir á sólóferla og Plant átti þar af farsælasta sólóferilinn þó að plötur Jimmy Page og John Paul Jones seljist ágætlega. Meðal sólóplatna Jimmy Page má nefna Outrider, Mean Business og Strange Land. Meðal sólóplatna Robert Plant má nefna Pitcures At Eleven og The Migthy ReArrenger. Meðal sólóplatna John Paul Jones, sem eru næu ekki margar, má nefna Scream For Help og TheThunderthief.

Þess má til gamans geta að Robert Plant kom aftur til landsins árið 2004 og spilaði aftur í Laugardalshöll. Plötur Led Zeppelin seljast enní gríðarlegu magni enn þann dag í dag. Árið 2004 var Stairway To Heaven kosið besta lag allra tíma af hlustendum Planet Rock. Árið 2005 fengu Led Zeppelin “Grammy Lifetime Achievement” verðlauninn og árið 2006 fengu þeir inngöngu í The Rock N Roll Hall Of Fame. Svo fengu þeir, sama ár The Polar Music Price og komu þá Robert Plant, John Paul Jones, Jimmy Page og dóttir John Bonham's og tóku á móti verðlaununum. Jimmy Page, Robert Plant og John Paul Jones munu halda áfram að gefa út plötur og spila um ókomna framtíð.

Það yrði ´súper ef þið mynduð benda á staðreyndavillur.