David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd heiðraði minningu vinar síns, Syd Barrett með því að gefa út þriggja laga plötu í desember. David Gilmour tók við sem gítarleikari Pink Floyd árið 1968 þegar Barrett varð andlega veikur sem má rækja til mikillar neyslu á LSD og varð hann óstarfhæfur, Barrett lést í júlí í fyrra, sextugur að aldri.

Á plötunni eru tvær útgáfur af laginu Arnold Layne, sem var fyrsta smáskífa Pink Floyd. Útgáfurnar eru hljóðritaðar á sitthvorum tónleikum David Gilmour í Royal Albert Hall í London í fyrra. Í annarri þeirra er David Bowie gestasöngvari og í hinni kemur Richard Wright við sögu.
Þriðja lagið á þessari heiðursplötu er lagið Dark Globe, en bæði þessi lög eru eftir Syd Barrett. Dark Globe er af fyrstu sólóplötu Syd, The Madcaps Laughs. En David Gilmour og Roger Waters voru á meðal upptökustjóra og spiluðu eitthvað undir. Á næstu plötu Syd sem heitir einfaldlega Barrett eru upptökustjórar David Gilmour og Richard Wright. David Gilmour spilaði á plötunni á gítar, bassa, orgel, trommur og syngur bakraddir. Wright spilaði á Píanó, hljómborð, harmonium, Hammond orgel og syngur bakraddir. Þolinmæði þeirra, sérstaklega David Gilmour til Syd Barrett var mikil.


Lögin á plötunni

Arnold Layne (3:31)
Arnold Layne (3:24)
Dark Globe (2:23)

= 9.18 min

Báðar útgáfurnar af Arnold Layne eru góðar og ég er eiginlega ekki viss hvor er betri. Það er soldið skrítið fyrst að heyra í David Bowie en það venst mjög fljótt og hljómar vel. Hin útgáfan þar sem Richard Wright kemur til sögu er einnig mjög góð. Röddin í Richard Wright passar betur við Arnold Layne en David Bowie, röddin í Wright er mýkri. Þeir sem ekki vita þá fjallar textinn um nærbuxnaþjóf sem var til í alvörunni. Lagið er auðvitað mjög gott og hljómborðssólóið flott.

Síðasta lagið, Dark Globe er kassagítarlag. Raddirnar í David Gilmour og Syd Barrett er soldið ólíkar. Fyrst fannst mér þetta hljóma ekki nógu vel en núna finnst mér þetta góð útgáfa af laginu. Lagið er mjög gott og textinn líka og línan, Wouldn't You Miss Me, mögnuð. David Gilmour hefur áður spilað lög af sólóferli Syd Barretts á tónleikum til dæmis lögin Terrapin og Dominoes

Þetta er mjög góð plata reyndar ekki nema 9.18 min. Þannig að það gefst ekki mikið tækifæri til að klúðra einhverju. En sem sagt 9/10 í einkunn

Þá er bara að bíða eftir nýju efni frá einhverjum meðlimi Pink Floyd og á wikipedia kemur fram að David Gilmour sé annaðhvort að vinna saman með Richard Wright að nýrri plötu eða hann sé að hjálpa Richard Wright við nýja plötu.


Ég vona að þið hafið haft gaman af því að lesa þetta. Endilega komið með Athugasemdir.

Heimildir
http://en.wikipedia.org/wiki/David_Gilmour

http://en.wikipedia.org/wiki/Syd_Barrett

http://www.hugi.is/gulloldin/threads.php?page=view&contentId=4250183