Hérna koma svör við spurningunum og síðan uppröðun þáttakenda.

1. Þann 3. ágúst síðastliðin lést forsprakki einnar helstu sýkadelíu hljómsveitar sjöundaáratugsins. Hvað hét þessi maður og hver er hljómsveitin? (2 stig)

Þetta er var ekki Syd Barrett eins og svo markir giskuðu á. Þetta var Arthur Lee úr hljómsveitinni Love, allir að kynna sér þá sveit.

2. Aldous Huxley skrifaði árið 1954 bók um notkun sína á lyfinu meskalíni. Árið 1965 nefndi bandarísk hljómsveit sig eftir þessari bók. Hvaða hljómsveit var það og hvað heitir bókin? (2 stig)

Aldous Huxley hefur skrifað margar bækur, og þar á meðal bók sem heitir The Doors Of Perception en þaðan fengu The Doors meðlimir nafn sitt.

3. Spurt er um ár. Elvis Presley sneri aftur heim til Bandaríkjanna eftir dvöl sína í hernum. Bítlarnir komu fyrst fram á sviði í Hamborg og Roy Orbison átti smell með laginu Only The Lonely. (2 stig)

Þetta er árið 1960

4.Hvaða hljómsveit gaf út lagið “Green Onions” árið 1962? (2 stig)

Þetta lag, sem allir þekkja en engin veit hvað heitir, var flutt og gefið út af hljómsveitinni Booker T. and The MG's

5. Hvaða Norður-Írski söngvari og lagahöfundur starfaði með hljómsveitinni Them? (1 stig)

Hinn einstaki söngvari og lagahöfundur Van Morrison var svarið við þessari spurningu.

6. Hvaða tónlistarmaður gaf út plötuna Late for the Sky árið 1974? (2 stig)

Það var annar merkur söngvari og lagahöfndur, Jackson Browne að nafni.

7. Árið 2003 gaf Rolling Stone tímaritið út lista yfir bestu plötur allra tíma. Nefnið að minnsta kosti 5 plötur sem voru á topp 10. (3 stig)

Það eru náttúrulega 10 plötur sem koma til greina sem svör við þessu. En topp tíu listinn lítur svona út (ath að þetta er ekki mat höfundar)
1. Sgt. Peppers - The Beatles
2. Pet Sounds - Beach Boys
3. Revolver - The Beatles
4. Highway 61 Revisited - Bob Dylan
5. Rubber Soul - The Beatles
6. What's Going On - Marvin Gaye
7. Exile On Main Street - Rolling Stones
8. London Calling - The Clash
9. Blonde on Blonde - Bob Dylan
10. The White Album - The Beatles

Eins og sést er Rolling Stone mjög hrifið af gamalli tónlist og þá einkar Bítlunum, mér finnst þessi listi vera allt of einhæfur. Exile er ekki besta Stones platan, hvar er Dark Side?, Abbey Road er mun betri en Hvíta albúmið, Velvet UNderground & Nico í topp fimm (hún er reyndar í 11 sæti ef mig minnir rétt) og svo framvegis.

8. Hvaða hljómsveit gaf út plöturnar: #1 Record, Radio City og Third/Sister Lovers? (2 stig)

Það voru ekki margir sem gátu þetta, bara ein(n) minnir mig. Þetta er power pop sveitinn Big Star.

9. Nefnið eina hljómsveit sem kom úr Kantaraborgar senunni (e. Canterbury scene)? (2 stig)

Það voru líka mörg svör við þessu. Kannski að Soft Machine sé sú þekktasta, eða Caravan.

10. Hvaða kona er framan á The Freewheelin' Bob Dylan plötunni með Bob Dylan og hvernig tengdist hún Bob? (2 stig)

Þetta er þáverandi kærasta hans, Suze Rotolo, Bob varð mjög sár þegar hún “hætti með honum” og samdi um það nokkur lög, meðal annars Ballad In Plain D og Boots of Spanish Leather.

Vonandi að allir séu einhvers fróðari.

En jæja, hér koma svo stigin.

1. sæti - ZOLTRON með 17 stig
2. sæti - birbis og ZoLauT með 13 stig hvor
3. sæti - DabbiHan með 8 stig
4. sæti - Joakimk með 4 stig
5. Sæti - mannycavalera með 1 stig
6. sæti - Kobbmeister með engin stig (giskaði bara á eina spurningu)

Ég vil bara óska Zoltron til hamingju með sigurinn. Reyndar skiptir ekki máli að vinna heldur vera með, eins og við lærðum öll í leikfimi á yngri árum.

Einnig vil ég þakka öllum sem tóku þátt, hefðu nú mátt vera eilítið fleiri. En ZOLTRON, þú átt leik.