The Beatles (White Album) – Part 1 The White Album er níunda plata Bítlanna og var hún gefin út árið 1968. Platan er tvöföld og inniheldur mörg af bestu lögum Bítlana. Á þessari plötu er aðeins minni psychedelic tónlist en á seinustu tveim frá Bítlunum sem eru Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band og Magical Mystery Tour. Sagt er að þessi plata sé upphafið að endalokum Bítlanna. Það var víst mikil spenna á milli þeirra þegar þeir tóku þessa plötu upp. Ringo labbaði út og hætti tímabundið í hljómsveitinni út af því að honum fannst hlutverk sitt með þeim ekki nógu stórt en hinir meðlimirnir sannfærðu hann um að koma aftur. Þessi plata er umdeild og sumir segja þetta sé besta plata Bítlanna á meðan aðrir segja að hún sé sú versta.

01. Það fyrsta sem maður heyrir þegar maður hlustar á plötuna er urrandi hljóð í þotu og er það byrjunin á lagi eftir Paul McCartney sem heitir Back In The USSR. Þetta lag samdi Paul fyrir Sovíet ríkin því að Bítlarnir voru bannaðir þar á þessum tíma. Árið 2003 hélt Paul McCartney sína fyrstu tónleika í Rússlandi þar sem talað var um gildi þessa lags en það er önnur saga. Sterk og flott byrjun á þessari plötu. (9,5)

02. Næsta lag er eftir John Lennon og heitir Dear Prudence. Þetta lag er klesst við lagið á undan þannig að þetta er eins og eitt lag. Þetta lag samdi John um konu sem hann var með á Indlandi þar sem hann stundaði hugleiðslu í einhverjum búðum. Þessi kona var víst búin að vera inn í einhverju herbergi í mánuð og vildi ekkert koma út. Fólk var orðið áhyggjufullt og John samdi þetta lag um hana og söng þetta fyrir hana til að lokka hana út. Þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum frá John. (9,8)

03. Þetta lag er líka samið af John Lennon og heitir Glass Onion. Textinn í þessu lagi er um önnur Bítla lög og vitnar hann í lög eins og Lady Madonna, Strawberry Fields Forever, I Am The Walrus, Fixing A Hole, The Fool On The Hill og fleiri. Hann býr til einhverskonar sögu með því að blanda þessum lögum saman. Hann sagðist sjálfur bara hafa verið að bulla þegar hann samdi þetta til að rugla þá hlustendur í ríminu sem voru að reyna að greina textana í lögunum eftir sig. Línan “The Walrus Was Paul” ýtir undir þá kenningu um að Paul hafi dáið nokkrum árum áður í bílslysi en það er önnur saga. Persónlega finnst mér sú saga bull. Þetta er ekkert snilldar lag en ég hef gaman af því. (8,0)

04. Þetta er lag eftir Paul McCartney sem heitir Ob-La-Di, Ob-La-Da. Þetta er vinsælt Bítla lag og margir kannast ef til vill við það. Textinn er dálítð barnalegur finnst mér. Ég las einhversstaðar að þetta lag sé undanfari reggae tónlistarstefnunnar. Þetta er grípandi lag og kemur mér í gott skap þegar ég hlusta á það. (9,1)

05. Wild Honey Pie er lag eftir Paul McCartney ef maður getur kallað þetta lag. Paul samdi þetta og spilaði á öll hljóðfærin. Hann segist hafa samið þetta á staðnum. George Harrison var ekki viðstaddur þegar lagið var tekið upp því að hann var í fríi á Grikklandi. Þetta lag er bara nauðgun á einni línu í rúmlega mínútu og svo er það búið. Einkennilegt en áhugavert engu að síður. (7,2)

06. The Continuing Story Of Bungalow Bill er næst í röðinni og er það samið af John Lennon. Hann samdi þetta á Indlandi í þessum hugleiðslu-búðum sem hann var í. Hann samdi þetta um náunga sem heimsótti móður sína í þessum búðum. Hann fór sjálfur með riffilinn sinn eitthvað upp í fjöll og skaut nokkur tígrisdýr. Þetta er skemmtilegt lag sem mér líkaði strax við þegar ég heyrði það fyrst. (9,0)

07. Þá er komið að fyrsta laginu eftir George Harrison á þessari plötu. Lagið heitir While My Guitar Gently Wheeps. Þetta er að mínu mati langbesta lagið sem ég hef heyrt með honum og er þetta eitt af hans vinsælustu lögum. Eric Clapton spilar lead guitar á þessu lagi. Þetta er besta lagið á fyrri plötunni af þessu albúmi finnst mér. (10,0)

08. Þetta lag er eftir John Lennon og það heitir Happiness Is A Warm Gun. Þetta lag sker sig aðeins út finnst mér. Fyrst þegar ég heyrði það fannst mér það ekkert spes en það venst mjög vel. Þetta er ekki dæmigert Bítla lag. John fékk hugmyndina af þessu lagi frá forsíðu af tímariti sem hafði þessa fyrirsögn. (8,9)

09. Næsta lag er eftir Paul McCartney og heitir Martha My Dear. Þetta er ástarlag en seinna sagði Paul að þetta væri um hundinn sinn sem hét Martha. Þetta er fínt lag með grípandi píanó intrói. (8,6)

10. Þetta lag er eftir John Lennon og heitir I’m So Tired. Hann samdi það á Indlandi eins og svo mörg lög á þessari plötu. Hann var búinn að vera í þessum hugleyðslu-búðum í 3 vikur og eina nóttina lá hann andvaka af því að hann saknaði konunnar sinnar hana Yoko Ono. Þau voru reyndar ekki gift þarna. Í endanum á laginu segir John eitthvað bull sem enginn skilur en ef það er spilað aftur á bak á að heyrist: Paul is dead, miss him, miss him, MISS HIM. Það á að vera annað merki um að Paul hafi dáið nokkrum árum áður. Þetta er eitt leiðinlegasta lagið á fyrri helming þessa albúms. (7,5)

11. Þetta er eftir Paul McCartney og heitir Blackbird. Hann segist hafa samið það á Indlandi þegar fugl vakti hann um miða nótt með söng sínum. Þetta er mjög vinsælt Bítla lag og margar hljómsveitir hafa coverað það. Lagið inniheldur líka fuglasöng. Þetta lag er fyrsta lagið af þremur um dýr og næstu tvö koma beint á eftir þessu. Mér finnst þetta fínt lag. (9,0)

12. Lag þetta heitir Piggies og er annað lagið eftir George Harrison á þessari plötu. Mamma hans samdi textabút í lagið og John hjálpaði honum eitthvað með það líka. Mér finnst einkennilegur texti þessu lagi og skil hann ekki alveg. Ef einhver veit hvað hann merkir þá má hann segja mér það. Annars er þetta fínt lag. (8,8)

13. Þá er komið að lagi eftir Paul McCartney sem heitir Rocky Raccoon. Lagið er lítil saga um einhvern kúreka. Paul samdi þetta í Indlandi þegar hann var að spila á gítar með John og Donovan Leitch. George Martin spilar píanó í þessu lagi. Mér finnst þetta skemmtilegt lítð lag. (9,2)

14. Næsta lag er eina lagið eftir Ringo Starr á plötunni og þetta er það fyrsta sem hann samdi. Lagið heitir Don’t Pass Me By. Þetta er lala lag en var hinsvegar #1 hit í Svíþjóð. Textabrot í þessu lagi eru sögð tengjast “dauða” Paul McCartneys eins og svo mörg önnur lög. (7,8)

15. Næsta lag er eftur Paul McCartney og heitir Why Don’t We Do It In The Road. Lagið er svipað í uppbyggingu og Wild Honey Pie. Sama línan endurtekin út allt lagið. Paul McCartney spilaði á öll hljóðfræin nema trommurnar, Rongo spilaði á þær. Þeir tóku upp þetta lag án George og John. John Lennon sagði seinna með að þetta væri uppáhaldslagið sitt eftir Paul. Ekki veit ég hvort það hafi verið kaldhæðini en mig grunar það. Þetta er frekar slappt lag finnst mér. (7,2)

16. Þetta lag er líka eftir Paul McCartney og heitir I Will. Þetta finnst mér eitt af betri lögunum á þessari plötu. Paul samdu þetta um framtíðar konu sína Lindu. Það þurfti 67 tökur til að þetta lag yrði fullkomið. (9,0).

17. Seinasta lagið á fyrri parti Hvíta albúmsins heitir Julia og það er eftir John Lennon. Hann samdi það á Indlandi og það er um um móður hans sem lést í bílslysi árið 1958 og Yoko Ono. Mér finnst þetta frábært lag og ég hlusta á það oft. Þetta er bara John á kassagítar. Textinn er frábær. (9,5)

Þá er fyrri parturinum af The White Album lokið. Ég skrifa kannski grein um seinni partinn ef það verður eitthvað litið á þessa. Endilega komið með komment :)
“Life is what happens to you while you're busy making other plans” - John Lennon