Jæja kæru hugarar. Nú var 15 triviunni að ljúka og ég verð að byrja á því að þakka ykkur öllum sem tóku þátt fyrir þáttökuna, alls voru 17 þáttakendur sem er alls ekki svo slæmt.
Eins og siður er til ættla ég að byrja á því að koma með réttu svörin áður en ég tilkynni úrslitin.

1. Nefndu tvær plötur sem Neil Young hefur gefið út. (2 stig)
Það er úr nógu að taka þarna, en hans frægustu plötur eru sennilega Havest, After The Goldrush, Long May You Run, Everybody Knows this is nowhere og fleiri.

2. Hver eru millinöfn félaganna Robert Plant og Jimmy Page? (2 stig)
Robert Anthony Plant og James Patric Page

3. Hvað heitir nýjasta plata Bob Dylan? (1 stig)
Hún heitir Modern Times, þrusugóð plata

4. Hvað heita þeir Simon & Garfunkel fullu nafni? (2 stig)
Paul Fredric Simon og Arthur Ira Garfunkel. 1 stig fyrir að segja bara fyrri nöfnin þeirra

5. Hvað heitir fyrsta plata Deep Purple, og hver söng á henni? (2 stig)
Fyrsta plata Deep Purple hét Shades of Deep Purple og Rod Evans söng á henni

6. Raðaðu Bítlunum í aldursröð [John, Paul, George og Ringo] (4 stig)
Frá elsta til yngsta; Ringo>John>Paul>George

7. Janis Joplin, Brian Jones, Jimi Hendrix og Jim Morrison dóu öll 27 ára. Einn þessara tónlistarmanna sker sig þó frá hinum hvað greftrun varðar. Hver er það og hvernig sker hann sig úr? (2 stig)
Ég fékk nokkur svör við þessari, en rétt svar er að Janis Joplin var brennd en allir hinir voru grafnir

8. Hvaða gítarleikari úr hljómsveitinni hafur viðurnefnið “Slowhands” ? (1 stig)
Það var meistarinn Eric Clapton sem fékk þetta kaldhæðna viðurnefni. Að ég held á meðan hann var í The Yardbirds

9. Nefndu 5 hljómsveitir/tónlistarmenn sem spiluðu á Woodstock 1969 (5 stig)
Alveg hellingur sem hægt var að svara þarna. The Who, Jimi Hendrix, Janis Joplin, Santana, Grateful Dead og Canned Heat til að nefna dæmi.

10. Hver tók við af Brian Jones sem gítarleikari í Rolling Stones (1 stig)
Mick Taylor tók við af Brian Jones þegar hann dó. Nokkrir sögðu Keith Richards, en til að hafa það á hreinu hefur sá gamli verið í bandinu frá upphafi.

11. Hvaða hljómsveit er þetta? (1 stig)
Þessi mynd sýnir Uriah Heep á sínum fyrri árum

12. Fyrir hvað er Mark David Chapman þekktur? (1 stig)
Mark David Chapman er geðsjúklingurinn sem skaut John Lennon fyrir rétt tæpum 26 árum síðan.


Þegar þetta er komið á hreint er alveg upplagt að láta í ljós úrslitin. Þetta fór þannig að oRiley vann með 22 stigum af 23 mögulegum, þar rétt á eftir koma Ingvit og TheGreatOne jafnir með 19 stig.

Og þar á eftir koma:

Aqualung – 18 stig
Toggeh – 15 stig
Belja – 15 stig
LazyTown – 15 stig
WoodenEagle – 15 stig
Giggicool – 14 stig
Peez – 13 stig
Echoes – 12 stig
Atlikarlb – 10 stig
AceRocks – 10 stig
Topper – 9 stig
Kerslake – 7 stig
Skens – 6 stig
Gaulverji – 4 stig


Ég vill óska oRiley til hamingju með sigurinn og ég bíð spenntur eftir nýrri Triviu frá honum. Svo ættla ég enn einusinni að þakka öllum fyrir þáttökuna.



Takk fyrir mig
Jóakim
Þú getur sjálfum þér kennt um allar stafsetningarvillur!