Gullaldar-Playlistinn Minn Good Old-Fashioned Lover Boy - Queen
Snilldar Lag. Skemmtilegur texti og ekki eru bakraddirnar síðri. Gítarsólóið er líka í miklum gæðaflokki.

Blowin' In The Wind - Bob Dylan
Mjög flott lag með góðum texta. Söngurinn er ekkert sérstakur enda er þetta Bob Dylan, en hann heldur þó lagi einsog oftast.

Movin' Out(Anthony's Song) - Billy Joel
Vantar alla umræðu um þennan snilling. Movin' Out er svalt lag með flottum texta. Lagið er líka vel sungið hjá meistara Joel. Inngangur lagsins er líka mjög flottur.

Procession/Father To Son - Queen
Þessi tvö lög eru á plötuni Queen II. Lag eitt er Procession, flott gítarspil sem blandast síðan við lagið Father To Son. Til að kom í veg fyrir allan misskiling er Procession/Father To Son ekki eitt lag, þetta eru 2 lög. Father To Son er vel sungið með ágætum texta.

Diamond Dogs - David Bowie
Meistarastykki frá Bowie. Þetta lag byrjar með klappi og fagnaðarópum, einsog lagið sé “Live”. Lagið er í raun ekki “Live”. Mjög flott lag af mörgum eftir Bowie.

Joy To The World - Three Dog Night
Snilldar lag frá Three Dog Night hér á ferð. Fjörugt rokk lag og skemmtilegt. Þetta lag grípur mann við fyrstu hlustun.

I Need You - The Beatles
Lag úr smiðju George Harrison's. Fáir gera sér grein fyrir hvað lagið er í raun flott. Kassagítarspilið í laginu er framúrskarandi og er þetta með flottustu lögum George á Bítla-ferlinum.

Piano Man - Billy Joel
Klassík, ekkert meira. Jú, kannski smá. Lagið sem Billy Joel sló í gegn með, þó Piano Man hafi í raun ekki verið hans fyrsta albúm. Snilldar lag.

Already Gone - The Eagles
Fjörugt og gott rokklag með Eagles. Lagið ber sko nafn með rentu.

Mrs. Brown, You've Got A Lovely Daugther - Herman's Hermits
Grínlag frá Herman's Hermits, samt mjög grípandi. Peter Noone syngur lagið með “Cockney” hreim og er lagið af samnefndri plötu. Hvað er meira grípandi en 60's popplög?

Carrie Anne - The Hollies
Annað grípandi, 60's, kúlutyggjó(bubblegum), popp lag. Lagið er úr smiðju The Hollies og er þetta tær snilld. Raddsetningin í þessu lagi er snilldarleg.

Mama Told Me (Not To Come) - Three Dog Night
Annað lag frá þessum skemmtilegu og fjörugu tónlistarmönnum. Mama Told Me Not To Come, er eflaust miklu þekktara en Joy To The World. Enda var það koverað af Tom Jones og The Stereophonics árið 2000.

Hey Joe - Deep Purple
Deep Purple setur þetta í skemmtilegan búning og er þetta af þeirra fyrsta albúmi. Drengirnir gera þetta vel og vandlega. Jimi Hendrix gerði lagið svo heimsfrægt stuttu seinna.

Twentieth Century Fox - The Doors
Mjög grípandi lag með The Doors. Lagið kom út á fyrsta albúmi sveitarinnar árið 1967, en sú plata innihélt líka lagið sem The Doors slógu í gegn með, Light My Fire.

Refugee - Tom Petty & The Heartbreakers
Refugee er mjög gott rokklag. Tom Petty & The Heartbreakers eru mjög vanmetnir að mínu mati og mættu fá meiri umfjöllun. Refugee er hellvíti flott hjá kallinum.

I'm Your Kingpin - Manfred Mann
Grípandi lag í blússtíl. Manfred Mann eiga annað lag sem er mjög svipað þessu og heitir það Don't Ask Me What I Say. Snilldar hljómsveit.

Whole Lotta Love - Led Zeppelin
Mjög flott lag hjá Zeppelinunum. Reyndar fer það svolítið útí rugl í miðju laginu og alveg þangað til að það kemur að gítarsólóinu sem er ekkert nema snilldarlegt(gítarsólóið).

Sunny Afternoon - The Kinks
Rosalega flott lag hjá Kinks. Þeira eiga sko hrós skilið fyrir þetta meistarastykki og þá aðalega Ray Davies, sá sem samdi lagið.

Mary Anne With The Shaky Hand - The Who
Grípandi lag með The Who. Svo er textin hrein snilld! Lagið er bara mjög gott lag í heildina en textin stendur uppúr. Raddsetningin er líka fín.

Teach Your Children - Crosby, Stills & Nash
Æðislega flott lag! Gítarspilið framúrskarandi.

Strutter - Kiss
Þetta er rokkað! Bryjar með trommum og síðan byrjar gítarriffið. Hellvít flott lag.

Back In Black - AC/DC
fyrst við erum í þyngri kantinum því ekki að fara í AC/DC. Þetta lag er þungt og hratt. Sungið af mjög fínum rokksöngvara sem heitir Brian Johnson. Snilldar lag.

The Whistler - Jethro Tull
Jethro Tull spjara sig vel í þessu lagi. Ian Anderson semur flestöll ef ekki öll Jethro Tull lögin og tekst að halda þeim fjölbreyttum, og þá mjög fjölbreyttum.

Thick As A Brick 1 - Jethro Tull
Annað lag úr msðiju Ian Anderson's eða “önnur lög”. Thick As Brick eru lög sem eru sett saman í eitt lag. Partur 1 er betri en 2 og þessvegna er hann hérna. Snillingar.

Sheep - Pink Floyd
Þetta lag heldég mikið uppá. Þetta er af plötuni Animals og er mjög… skemmtilegt, ætli það sé ekki það. Skemmtilegt, fjörugt, rokkað, eithvað af þessu.