Lou Reed - Transformer Halló, ég er Tomino ég skrifaði meðal annars greinarnar um The Wall og Bob Dylan tónleika og vona að þessi verði betri en þær. En nóg um það Lou Reed er snillingur og hefur samið slatta af góðum lögum sérstaklega með Velvet Underground. Hann fór solo og gaf út nokkrar plötur þar á meðal þessa “Transformer”. Hann kom til íslands árið 2004 og auðvitað fór maður á tónleikana og voru þetta með flottustu tónleikum sem ég hef séð og ég hef séð P.U.L.S.E

1. Vicious.
Hrár gítar í byrjun ásamt kúabjöllu hélt fyrst að þetta væri pönkari þegar ég heyrði þetta lag. Í þessu lagi syngur Lou um vicious konu sem hann hatar út af lífinu “when I see you coming I just have to run, far away” hahaha fyndinn gaur.
Einkun: 8,5 af 10

2. Andy’s chest.
“If I could be anyone in the world” skemmtileg byrjun á lagi sem fjallar um Andy Warhol. Lou samdi þetta um dauða Andy’s sem kemur reyndar fram í titlinum. Aldrei fílað þetta lag nógu vel og skrýtið hvernig þetta er sett saman og ekkert meira um það að segja.
Einkun: 6 af 10

3. Perfect day.
Heyhey nett lag hér á ferð. Byrjar á flottu píanó intró svo kemur Lou Reed með sína mögnuðu rödd og syngur um hinn fullkomna dag. Einhverstaðar heyrði ég að þetta lag væri um Heroínvímu þá skellihló ég og alltaf þegar ég heyri það hugsa ég um mann sem er útúr heiminum í heroínvímu. Lou Reed kom fram einhverntíman í þætti sem var á stöð 1 held að hann heiti “Late” (tónlistaþáttur) þar sem hann var spurður um hvort hann hefði einhverntíman upplifað hinn fullkomna dag þá sagði Lou ,, ef ég hefði upplifað hinn fullkomna dag hefði ég aldrei skrifað um hann”
Einkun: 9 af 10

4. Hangin’ Round.
Skemmtilegt lag þar sem Lou Reed syngur um óþolandi fólk sem virðist ofsækja hann. Skemmtilegt að hlusta á þetta lag hefur svona grípandi Chorus sem er hægt að syngja með. Hangin’ Round me but I’m not so glad you found me
Einkun: 7 af 10

5. Walk on the wild side.
Töff lag sem er skemmtilega jazzað með einni svölustu bassalínu sögunnar lár gítar og söngurinn nýtur sín vel. Fjallar um New York underground liðið dópsala, klæðskiptinga og fleira í þeim dúr. Þetta lag komst í 1. sæti BBC listans en BBC hefur örugglega ekki fattað málið með The sugar plump fairy (dópsali)
Einkun: 8 af 10

6. Make up.
Þetta lag hef ég aldrei alveg náð einhvernveginn skrítin samsetning og skrítin hljóðfæri trommur og túba og mjög lár gítar og bassi. Ég fatta allavega ekki þetta lag held að það fjalli um náunga að koma út úr skápnum chorusinn hljóðar svo: ,,Were coming out! Out of our closets”
Einkun: 5 af 10

7. Satellite of love
. Eitt af hans frægustu lögum sem fékk að hljóma í laugardalshöll föstudaginn 20. ágúst 2004 og þá færðist bros á mínar varir. Ég skil ekki af hverju enginn fílar þetta lag sem ég þekki. Maður getur sko orðið ástfanginn af sjónvarpinu sínu og það er allavega 1 þriðja af heiminnum í dag. Töff Groove og magnað lag
Einkun: 9 af 10

8. Wagon Wheel.
Hmmm… svolítið skrýtið lag stoppar á einum stað og verður síðan ágætlega spennandi klárast einhvernveginn áður en maður heyrir það þó að það sé í 3 mínútur. Töff bakraddir
Einkun: 5,5 af 10

9. New York telephone conversation.
Eitt af mínum uppáhalds lögum með kappanum. Mjög töff ekki kannski kántrí fílingur en samt smá svoleiðis 1 og 5 nótudót. Ég gæti hlustað á þetta lag á repeat í marga daga án þess að fá leið á því þetta lag er svo gott. Endist rétt svo í 1 og hálfa mínútu það er leiðinlegt en geðveikt lag skil ekki af hverju hann er ekki þekktur fyrir þetta lag. Það er ekki einu sinni á best of disknum hans. Tssssss
Einkun: 9,5 af 10

10. I’m so free
Þetta lag er mjög gott mjög svo en ekki hlusta á það oft í röð þá verður maður bara hálf ringlaður. Fyrst þegar ég heyrði þetta lag heyrðist mér hann syngja I’m Sophie það var asnaleg þögn þegar ég bað vin minn að spila I’m Sophie með Lou Reed. :D. En það er gaman að hlusta á þetta netta lag vel gert og bara stuð í gangi.
Einkun: 8,5 af 10

11. Goodnight ladies
Þetta er fyndið lag sem gerir mig alltaf dauðsyfjaðan veit ekki af hverju. Sá gerð þessa lags á “The making of The Transformer” Classic records dót. Þar segja þeir að þetta hafi verið algjört flipp og bara til að strýða hlustanda hehe
Einkun: 7 af 10

Takk fyrir að nenna að lesa í gegnum þetta og eyða þínum verðmæta tíma í það
Tíminn kostar penginga
Takk Fyrir
Tomino
Eat your shoes, Don't forget the strings And sox