Mér fannst rétt að skrifa um fyrstu Pönk-sveitina fyrst að allir segja að Pönkið tilheyri Gullöldini.

Ramones hefur oft verið talinn fyrsta Pönksveitin ásamt Sex Pistols og er oft deilt um hvor þeirra sé fyrsta pönksveitin. Ramones var allavega fyrsta Bandaríksa Pönk-sveitin og nafnið er dregið af Paul Ramone, en það var nafnið sem Paul McCartney var vanur að nota til að tjékka sig inn á hótel í Bandaríkjunum. Þess má til gamans geta að upptökustjórin þeirra hét Phil Ramone, en það var bara tilviljun. The Ramones voru starfandi á árunum 1974-2001 og voru þeir stofnaðir af Jeffry Hyman(Fæddur 19. Maí 1951), betur þekktur sem Joey Ramone og John Cummings(8. Október 1948) betur þekktur sem Johnny Ramone.

Joey og Johnny stofnuðu kannski hljómsveitina en Dee Dee Ramone(Fæddur 18. September 1952 og hét réttu nafni Douglas Glenn Colvin) kom í hljómsveitina stuttu eftir að hún var stofnuð. Þeir fengu til liðs við sig Trymbilin Thomas Erdeyli(fæddur 29 Janúar 1952) betur þekktur sem Tommy Ramone. Tommy Ramone er eini upprunalegi meðlimur Ramones sem er enþá á lífi.

Þó að The Ramones séu oft kallaðir Pönk hljómsveit, og eru það án efa, sögðust þeir alltaf bara vera venjuleg Rokksveit. Þeir sögðu að aðal áhrifavaldar sínir væru The Beatles, Beach Boys og The Doors og áttu þeir til að taka þeirra lög á sviði. Reyndar spiluðu þeir lag með Robby Krieger, fyrrverandi gítarrista The Doors. En þegar þeir tóku Beatles, Beach Boys eða Doors settu þeir vanalega lögin í þungarokk búning og spiluðu lögin í “Power” gripum. Fyrstu tónleikra The Ramones voru 30. Mars 1974. Fyrstu lögin þeirra voru stutt og voru flest undir tvem mínútum. Þegar The Ramones voru orðnir frægir var Joey spurður af hverju Ramones lögin væru svona stutt og hann svaraði “Lögin okkar eru mjög löng lög, þau eru bara spiluð mjög, mjög hratt”.

Þeir byrjuðu fljót að spila á klúbbum í New York og voru fleiri hljómsveitir í tónlistarsenuni en þeir, hljómsveitir á borð við New York Dolls, Blondie, Television, Richard Hell, VoiDoids, Suicide, Talking Heads og Patti Smith Group spiluðu á sömu klúbbum og þeir á meðan þeir voru enn að troða upp í klúbbum. Fyrsta albúmið þeirra kom út hautið 1975 og kostaði 6,000$ það albúm fékk nafnið The Ramones. Platan innihélt lög á borð við Blitzkrieg Bop, Now I Wanna Sniff Some Glue og 53rd & 3rd sem fjallaði um vændi. Ramones héldu tónleika í Roundhouse í London 4. Júlí 1976 og hefur Joe Strummer sagt frá því þegar hann og Johnny Rotten klifruðu í gegnum glugga til þess að fá að hitta hljómsveitina, en þaðvar auðvitað eftir giggið. En Johnny Rotten og Joe Strummer voru báðir í sinni pönksveit á þessum tíma Johnny í Sex Pistols og Joe Strummer í The Clash.

Joey og Johnny rifust mjög oft, aðalega útaf ólíkum pólítískum skoðunum. En það hitnaði mjög á milli þeirra þegar Johnny stal kærustu Joey's, Lindu, og giftist henni svo. Joey talaði ekki við Johnny lengi eftir það. Þarna fór ég útí allt annað en ég var að tala um(vildi bara benda á þetta). The Ramones spiluðu svo annað gigg 5. Júlí 1976 í Englandi og varð það fyrsta tónleikaplata drengjana, It´s Alive. It's Alive hefur verið kölluð besta ‘Live’ plata allra tíma.

Eftir tvö ár í tónleikaferðalögum gáfu drengirnir út sína næstu plötu Rocket To Russia og á teikningunum aftan á hulstrinu má sjá legstein sem á stendur “Here Lies Rtichie Ramone”(Hér Hvílir Ritchie Ramone). Það er engin ráðgáta við þetta, Ritchie var einfaldlega meðlimur í bandinu áður en þeir urðu frægir og hætti því hann hélt að þeir myndu aldrei ‘meika’ það. Rocket To Russia innihélt lög á borð við Sheena Is A Punk Rocker, Rockaway Beach, Cretin Hop og Here Today Gone Tomorrow.
Trommarinn sem trommaði á Rocket To Russia var Marc Bell, Marky Ramone. Tommy fór aftur að spila sem stúdíó listamaður og var orðin þreyttur á tónleikaferðalögum. Johnny sagði seinna að Tommy hefði verið sá skynsami “Hann fór út og keypti í matinn og eldaði fyrir sig á meðan dópuðum og átum snakk”.

The Ramones fengu Marc Bell, betur þekktur sem Marky Ramone til að taka við af Tommy. Tommy kenndi honum að tromma í Ramones stíl. Marky og Tommy urðu mjög góðir vinir og Tommy varð ekkert fýldur þó að Marky tók hans hlutverk í The Ramones, enda varð það hans ákvörðun að hætta. Öll lögin á Rocket To Russia eru skrifuð á Joey, Johnny, Dee Dee og Tommy, en ekki Marky. Það er einfaldlega vegna þess að öll lögin voru samin á tónleikaferðalaginu sem fylgdi plötuni The Ramones og þá var Marky að sjálfsögðu ekki kominn í bandið. Rocket To Russia er mjög góð að mínu mati. Hún inniheldur mörg bestu lög Ramones, Rockaway Beach, Sheena Is A Punk Rocker, Cretin Hop og hið rómantíska Here Today, Gone Tomorrow, sem er eftir Joey. Joey samdi textan undir miklum áhrifum frá “60's Bubblegum” hljómsveitum(tyggjókúlu hljómsveitum) á borð við Herman's Hermits og Hollies.

Smá um seinni árin:
Ramones fóru svo að vinna að myndini Rock N' Roll Highschool en hún innihélt tónlist frá fyrstu tvem albúmum Ramones, og svo léku þeir í myndini líka.

1983 var svo Marky rekinn fyrir áfengisvandamál sín.

The Ramones hættu svo eftir tónleika árið 1995 vegna persónulegra vandamála innan hljómsveitarinnar.

Joey Ramone dó 15. Apríl 2001 úr krabbameini.

Dee Dee Ramone dó úr of stórum skammti af Heróíni 5 Júní 2002.

Johnny Ramone dó úr krabbameini 15. September 2004