Þrátt fyrir að Eric Clapton væri orðin eirðarlaus í John Mayall´s Bluesbreakers þá varð hann alveg dolfalinn yfir bassaleik Jack nokkurs Bruce. Þegar Jack Bruce hætti við að ganga til liðs við bandið til að spila með Manfred Mann varð Eric eftir og hitti síðar hinn frábæra,tekníska og oft aðgangsharða trommuleikara Ginger Baker. Hann reyndi að finna grundvöll til að vinna með þeim báðum, en sökum þess að slæmt blóð var á milli Bakers og Gingers, stefndi allt í að nýja súperverkefnið væri til eilífðarglötunar, þangað til hljómsveitin, nú kölluð Cream taldi í…

Ágúst 1964

7. The Yardbirds & the Graham Bond Organisation spila á fjórðu Jazz & Blús hátíð í Richmond, Surray.


Jack Bruce: Ginger Baker og ég unnum saman í Rythma & Blús böndum eins og Alexis Korner og The Graham Bond Organisation. Fyrsta skipti þegar ég hitti Eric Clapton var þegar ég og Ginger spiluðum með honum á Richmond hátíðinni. Hann bar höfuð og herðar yfir aðra gítarleikara á landinu.

Júní 1966

7. Baker hefur samband við Melody Maker og gefur til kynna að hann, Clapton & Bruce hafa myndað hljómsveit.



Ginger Baker: Ég stofnaði Cream útaf ég höndlaði ekki Graham Bond lengur. Jack Bruce: Á þessu tímabili vorum við allir vel settir. Ég spilaði með Manfred Mann, sem nutu mikillar velgengnar. Ginger hafði fyrir stuttu samið B-hliðar smáskífu Georgie Fame´s Yeh Yeh, sem náði fyrsta sæti og Eric var að fullkomna hæfni sína í Ladbroke Grove.

Eric Clapton: Þegar Ginger bauð mér að ganga til liðs, spurði ég hverjir aðrir yrði með í hljómsveitinni. Hann sagðist ekki ennþá vera viss. Svo ég stakk uppá Jack..hann sagði nei, við náum engan veginn saman, engan veginn!!

Jack Bruce: Hann ógnaði mér með hnífi á Graham Bond tímabilinu. Siðan þá hef ég ekkert umgengist hann.

Eric Clapton: Þá sagði ég að ég myndi aðeins ganga til móts við Ginger ef hann sættist við Jack, svo hann varð að segja ókei…

11. Melody Maker gerir opinbert að Clapton, Bruce & Baker hafa stofnað nýja hljómsveit.


Eric Clapton: Þeir félagar (Bruce & Baker) áttu strax í útistöðum, útaf einhverri frétt sem lak út. Gekk of langt. Út fyrir rammann. Byrjaðir á ný á þessu kjaftæði. Svona eins og það væri eitthvað munstur í kringum þetta.

Jack Bruce: Við höfðum ekkert efni til að byggja á, svo við spiluðum bara af fingrum fram, blús eða hvað sem er. Þetta voru bara eitt af þessum einstöku skiptum sem við byrjuðum að spila, litum á hvorn annan og glottum .

Eric Clapton: Ég sá sjálfan mig sem leiðtoga hljómsveitarinnar en í raunveruleikanum var það Jack sem var best til þess fallinn að leiða bandið. Og þannig varð það strax í rauninni. 20. Robert Stigwood gerir opinbert að nýja hljómsveitin mun heita The Cream

Jack Bruce: Ég vildi ekki að Robert yrði okkar umboðsmaður. Við vorum nú þegar hljómsveit sem ræddi hvernig viðskiptum yrði best háttað, Ginger, sem var nú þegar að festa sig í sessi sem hljómsveitarstjóri sveitarinnar sagði að við yrðum að hafa Robert innanborðs.

Júlí 1966

29. Cream koma fram opinberlega í fyrsta skipti, á Twisted Wheel í Manchester.


Jack Bruce: Við höfðum ekkert frumsamið efni, spiluðum eingöngu gláss af blús-slögurum, en sem tríó, sem var í sjálfu sér mjög öðruvísi.

31. Cream spilar í hellirigningu á sjöttu árlegu Jazz & Blús hátíð í Windsor.

Jack Bruce: Við fundum fyrir þónokkru óöryggi, enda vorum við ekki vissir hvort Rokkið myndi ganga upp hjá okkur þremur. Um leið og við hófum leik varð allt vitlaust. Það hafði aldrei þekkst á Jazzhátíð áður.
Enn höfðum við ekkert frumsamið efni milli handanna, svo við hittumst öll í íbúðinni minni í Hampstead. Ginger þekkti “Bít”skáld að nafni Pete Brown og kom með hann. Svo það voru Eric, Ginger, Pete, kona mín og ég, með hausinn í bleyti að reyna semja lög. Ginger & kona mín sömdu Sweet Wine saman. Ég og Pete sömdum síðan bunka af lögum sem urðu síðar lög með Cream.

September 1966

5. I Feel Free og Cats Squirrel, hljóðrituð í Spot Stúdíó, London.

Jack Bruce: Okkar fyrstu upptökur voru teknar á fjögurra rása hljóðkerfi. Fyrsta lagið sem ég var virkilega ánður með var lag sem ég samdi, I Feel Free.

Eric Clapton: Ég hafði engan annan tónlistarlega bakgrun annan en blúsinn…Jack hafði hins vegar gríðalega þekkingu á klassík, jazz & vinsældarpoppi sem færði hljómsveitinni vissulega aukna breidd!

Október 1966

1. Jimi Hendrix treður upp með Cream í London Polytechnic .



Eric Clapton: Jimi tók Howlin´Wolf Killing Floor, lag sem ég náði aldrei almennilega tæknilegum tökum á . Jimi einfaldlega stal senunni.


7. Fyrsta smáskífan, Wrapping Paper, kemur út. Fer í 34 sæti Breska smáskífulistans.


Jack Bruce: Var svona Þjóðlagaskottið-Rokklag. Alls ekkert líkt því sem fólk bjóst við af okkur.

Eric Clapton: Þegar ég heyrði Wrapping Paper sagði ég, Hvað er þetta? Jack svaraði að þetta væri frábær leið til að byrja á Power-tríó. Færa nefnilega fólkinu eitthvað sem þeim líkaði endilega ekki við, bjuggust við eða gerðu ekki ráð fyrir eða vildu. Mér líkaði hugmyndin bak við það.

Um miðjan Október 1966 hefjast upptökur á fyrstu plötunni
Fresh Cream í Spot Studio.

Jack Bruce: Við fengum ekki þetta sex mánaða frelsi til þess að taka upp plötuna. Allt var þetta gert á milli tónleika. Við unnum alla daga sleitulaust til næturs við að koma upp með hugmyndir að nýjum lögum, fyrst og fremst vegna þess að Eric var ekki byrjaður að semja sjálfur.

Desember 1966

9. Fresh Cream platan og smáskífan I Feel Free eru gefin út. Þau náðu í Bretlandi sjötta sæti og smáskífan það ellefta.Janúar 1967

13. Framkvæmdarstjóri Bítlanna Brian Epstein tilkynnir hagsmunalegan árekstur á milli fyrirtæki hans NEMS og RSO, sem var í eigu Roberts Stigwoods framkvæmdarstjóra The Cream


Jack Bruce: Eric og ég vorum aldrei á sömu bylgjulengd, ég var önnum kafinn í tónlistinni á meðan hann var á fullu að eldast við Rock'n'Roll drauminn. Hann og framkvæmdarstjóri okkar, Robert Stigwood tóku höndum saman og reyndu að koma Eric í eldlínuna, taka forystuhlutverkið og verða stjarna sveitarinnar. Þeir áttu hins vegar við vandamál að etja, einfaldlega vegna þess að ég var að mestu aðalsöngvarinn og hafði samið mest allt af lögunum. Þetta varð mjög sársaukafullt og í framhaldi jók á óánægju á milli okkar þriggja.

April 1967

3-4. Í Atlantic stúdíóinu í New York hljóðrita Cream lögin
Strange Brew & Lawdy Mama

Jack Bruce: Ahmet Ertegun (stofnandi Atlantic Records) sagði mér að Eric ætti að vera aðalsöngvari og lagahöfundur. “Þú ert bara bassaleikari.” Svo ég gekk með veggjum hálfskælandi á meðan þeir sömdu fyrsta lagið á væntanlegri plötu, Strange Brew sem var í rauninni b-hliðar lag eftir Lawdy Mama en var eiginlega tekið framfyrir það.

Maí 1967

11. Sunshine Of Your Love & Tales Of Brave Ulysses eru hljóðrituð
Í Atlantic Studios.

Pete Brown (söngvari/textasmiður): Við unnum alla nóttina, klukkan var líklega um fimm eða sex um morguninn þegar Jack sagði, Hvað með þetta? Hann tók upp bassann og spilaði riff (úr sem varð Sunshine Of Your Love). Ég sagði, Oh yeah! og í sömu andrá var ég að skrifa niður hvernig morgun brátt bæri að garði þegar birtan lokar þreyttum augum. Þetta bara kom og tók ekki langan tíma.

“It's gettin' near dawn,
When lights close their tired eyes.
I'll soon be with you my love,
To give you my dawn surprise.”

Eric Clapton: Ég keypti minn fyrsta wah-wah pedal í gítarbúð Manny's Í New York, og notaði hann daginn eftir. Lagið Tales Of Brave Ulysses sver sig í ætt við 1967 hippamenninguna enda samið af herbergisfélaga mínum, Martin Sharp, sem reyndar hannaði einnig plötu“coverinn” fyrir okkur í Cream. Lagið hefur þessa gítarlínu sem enginn hafði gert áður, en er reyndar nákvæmlega sama og í Summer In The City. Ég býst við því að ég óvitandi, stal því.

26. Strange Brew er gefið út, fer í 17 sæti á Breska vinsældarlistanum
en nær ekki inná lista í Bandaríkjunum.

Ágúst 1967

22. Cream spila fyrsta kvöldið af 11 í hinu goðsagnakennda tónlistarhofi, Fillmore West í San Francisco, studdir af tveimur hljómsveitum. Annars vegar The Butterfield Blues Band & hins vegar The Electric Flag.



Jack Bruce: Ennþá áttum við ekki mikið efni , en áhorfendur elskuðu okkur og vildu ekki að við yfirgefðum sviðið. Svo við neyddumst eiginlega til að spinna í kringum þau lög sem við áttum til og má segja að það hafi verið byrjunin á því sem síðarmeir einkenndi Cream, spunakaflarnir og leiftrandi spilagleði.

Eric Clapton: Við spiluðum hálftíma sóló í miðju nánast allra laga. Það átti ekki bara við um Crossroads. Við gerðum það í öllum lögum. Auðvelt var að hrífa fólk með sér en fyrir vikið fór að bera á værukærð og hégóma, svo eftirá að hyggja, hættum við þessu alveg.

September 1967

17. Cream voru mættir í Atlantic Studios í New York til að hefja vinnu
á þremur lögum, White Room, Born Under A Bad Sign & Sitting On Top Of The World


Jack Bruce: Í upptökunum í New York kíkti Jimi Hendrix inn og var fullur innblásturs, nefndi þar sérstaklega White Room. “Oh! ég vildi að ég gæti samið eitthvað í líkingu við þetta” var haft eftir honum.

Nóvember 1967

3. Önnur breiðskífa Cream, Disraeli Gears, kemur út í Bretlandi. Hún nær þar hæst 5 sæti á breska breiðskífulistanum

Eric Clapton: Við flugum til Bandaríkjanna til að taka upp Disraeli Gears, sem mér fannst vera stórkostleg plata. Þegar við komum heim aftur sýndi engin henni áhuga, aðallega útaf Are You Experienced? (með Jimi Hendrix) sem nýlega hafði komið út og gjörsamlega þurrkað alla aðra af sviðinu.


Febrúar 1968

10. Ellefu dagar fara í að hljóðrita efni fyrir plötuna Wheels Of Fire.
Tekin upp sem fyrr í Atlantic Stúdíóinu.

23. Cream halda í sína aðra tónleikaferð um Bandaríkin sem byrjar í
Civic Auditorium, Santa Monica í Californiu.

Jack Bruce: Þessi langi túr sem stóð frá febrúar til júní 1968 var byrjunin að endanum. Það er ekki hægt að læsa þrjá náunga inní einhverjum bíl í svo langan tíma, og við höfðum engan tíma til þess að semja.

24. Sunshine Of Your Love kemst inná Billboard US Top 40 smáskífu
listann, þar sem hún nær hæst 5 sæti.

Jack Bruce: Sunshine varð söluhæsta smáskífa í sögu Atlantic. Ég man að Otis Redding & Booker T hrósuðu henni hástert. Þeir elskuðu þetta “riff”. Ég vissi að það var orðið heimsþekkt og auglýsingavænt sem kom fólki til en það var mjög erfitt, sérstaklega fyrir Ahmet (Ertegun) að trúa því.

Mars 1968

8-10. Cream hljóðrita Live hlutann af Wheels On Fire í
Fillmore Auditorium, San Francisco.


Eric Clapton: Í Bandaríkjunum notuðum við mikið af L.S.D. Við hittum Stanley nokkurn Owsley sem bjó til efnið fyrir m.a hinnar frægu “sýru” tilraunir og fyrir Grateful Dead. Hann mæti á alla okkar tónleika.

April 1968

11. Annar Ameríkutúr Cream er stuttur og þegar félagarnir snéru á ný til Englands í frí er kominn tvístígandi í hópinn.



Jack Bruce: Þeir þræluðu okkur til dauða, nánast bókstaflega á tímum.


Maí 1968

10. Rolling Stone Magazine lýsir Clapton sem “meistara blús ”klisjunnar“.

Eric Clapton: Tímaritið birti viðtal við okkur þar sem við vorum eiginlega að hreykjast af sjálfum okkur. Þessir grein var fylgt eftir með dómi sem í stóð hversu leiðinlegir og endurtekningar samir tónleikar okkar væru orðnir. Það var satt! Sannleikurinn kom aftan að manni. Ég var staddur á veitingarstað og það leið yfir mig. Eftir að ég ránkaði við mér, tók ég umsvifalaust ákvörðun að þetta væri endarlok The Cream.

22. Disraeli Gears nær gullsölu í Bandaríkjunum

Júlí 1968

13. Melody Maker gefur til kynna yfirvofandi samstarfsslit tríósins. Segja ”stefnuleysi“
ástæðuna.

Jack Bruce: Fyrsta breiðskífa The Band, Music From The Big Pink var ný kominn út. Við allir elskuðum hana en hún eiginlega kippti Eric útúr okkar formúlu. Ég held að hann vildi ekki vera lengur viðloðandi þennan úturyggða ”Súper" grúbbu andrúmslofti. Svo við héldum fund. Ginger vildi halda bandinu á floti en ég og Eric vildum binda enda á samstarfið. Svo við komumst að þeirri ákvörðun að gera eina plötu í viðbót og fara einn kveðjutúr.


22. Wheels On Fire nær gullsölu í Bandaríkjunum.

Október 1968

2. George Harrison ljáir Rythma gítar og syngur bakraddir við nýjastu smáskífu Cream, Badge, sem hann samdi ásamt
Eric Clapton

4. Síðasti Ameríkutúrinn heftst í Oakland Coliseum, Oakland California.

Eric Clapton: Við spiluðum sex kvöld á viku, og ég léttist óbærilega þangað til að ég var orðin 40-45 kg og leit út eins og dauðinn. Ég var í slæmu ástandi.

Nóvember 1968

2. Cream spila í Madison Square Garden.

Jack Bruce: Ég man nákvæmlega hvenær ég fékk nóg. Mér leið óþægilega í fyrsta skipti sem við spiluðum í gamla Madison Square Garden. Ég vildi ekki að við værum viðstaddir á þessum tónleikum. Ég vildi vera vinnandi tónlistarmaður. Á þessum tónleikum var komið með Kennedy krakkana til þess að hitta okkur, og ég hugsaði með sjálfum mér, nei! Bíðið þið nú við!!

26. Kveðjutónleikar Cream í London's Royal Albert Hall eru kvikmyndaðir fyrir BBC TV.

Jack Bruce: Á þessum tímapunkti komum við allir á “gigginn” í mismunandi farkosti. Svo þegar við vorum komnir inn í Royal Albert Hall með þetta að mikið rosalega væri gott bara að ljúka þessu af, en um leið og við stigum á sviðið , var það einfaldlega frábært.

Um leið og við yfirgáfum sviðið, þá héldum við allir í sitthvora áttina. Það var ekkert “Farwell” partý, við fórum ekki einu sinni í kveðjumáltíð.

Janúar 1969

23. Kveðjuplata Cream, Goodbye, er gefinn út, Hún náði fyrsta sæti Breska listans og annað sæti í Ameríkunni.

Eric Clapton: Þegar ég lít til baka, verð ég að segja að ég skemmti mér konunglega þessi þrjú ár. Ég hitti frábæra tónlistamenn og lærði mikið. Hins vegar byrjuðum við á einhverju sem ekki var síðan hægt að snú við sem ég vill ekki vera gerður ábyrgur fyrir. Fólk hefur látið hafa eftir sér að við byrjuðum “Heavy Metal” conceptið, sem við kærum okkur kollótta um. En Cream þurfti að “fizzle out”… Mér fannst þá að ég hafði eytt þrem árum. Ég veit betur í dag, en á þeim tíma var ég mikið niðri.



Grein tekin úr Mojo Magazine /
Eric Clapton & Bluesbreakers
Volume 1 / Issue 3
Þýðing í höndum Buddy Miles