Þegar líður að kveldi föstudags er ávallt íhugunarefni hvers kyns tónlist skal reiða fram í stemmningu sem á sig til að myndast í gleði og sorg, stemmningu og stuði eða bara í rólegheitunum uppí sófa með góða bók í hönd! Listinn sem er hér fyrir neðan er ekki afgerandi en telur til 10 athyglisverðar plötur svona til hliðsjónar!

10
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drc800/c848/c848921wa6b.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
New Order - Technique frá 1989. Unnin á Ibiza og þykir og er einn af merkilegri dans-rave plötum á síðustu öld. Blandar brilliant saman poppdónlist og Elecktrónískri danstónlist. Kemur t.d eilítið við sögu í kvikmynd Nigels Winterbottoms 24 Hour Party People
Tékkið t.d á lögum nr.1 Fine Time & nr.4 Round & Round

9
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/dre300/e302/e30270dl30e.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
The Doors - L.A. Woman. Kom út 1971 og var síðasta platan með Doors sem Jim Morrison var í lineup -inu. Blúsuðust af Doors efninu og er ásamt frumburðinum það besta sem kom frá þeim félögum. ódauðleg Blús-rokk perlur hér á borð við L.A.Woman, Love Her Madly ásamt perlunni Riders On The Storm

8
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drd600/d644/d6442817d50.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
David Bowie - Aladdin Sane frá árinu 1973. Kom á eftir Ziggy Stardust. Álíka mikil stykki en þó er þessi ef eitthvað er hrárri og keyrslumeiri! En það er þó álitamál því erfitt er að gera upp á milli platna Bowies á þessum tímum. Opnunarlagið Watch That Man, Drive-In Saturday & The Jean Genie eru eðal partýsmellir.

7
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drc400/c473/c4731762h6g.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
Depeche Mode - Music For The Masses kom út árið 1987 og er að mínu mati þeirra besta plata. Dave Gahan í sínu besta formi, eins og í opnunarlagi plötunnar Never Let Me Down Again. Feikilega þétt plata sem kemur ávallt sterk inn er líður á kveldið. Önnur athyglisverð lög, verðug til hlustunar m.a lag nr. 3 Strangelove & lag nr.6 Behind The Wheel!

6
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drf800/f892/f89289qfmrt.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
Oasis - What's The Story Morning Glory. Fylgdi eftir hinni frábæru Definitly Maybe og er með betri plötum síðasta áratugar! Kom Út 1995, það feiki góða tónlistarár þegar Brit-poppið var á hátindinum. Fáar plötur hafa kickstartað helginni hjá manni eins og oft og þessi plata. Frábær lög hér innanborðs Roll With It, Wonderwall, Don´t Look Back In Anger & Morning Glory. Þétt rokkplata sem á ennþá skipar stóran sess í tónlistarvitund manns!

5
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drf500/f556/f55629l1y2q.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
Pulp - Different Class kom út sama ár og What's The Story… með Oasis. Gullna þrennan ásamt Parklife með Blur (sem kom reyndar út 1994) Þessar þrjár plötur eru löngu orðar klassískar! Á Glastonbury þetta ár ‘95 stal Jarvis Cocker senunni af Ian Brown og Pulp var komið til að vera. Jafnframt talið til betri Live-banda. Different Class er brilljant dansskorinn popplata sem kemur manni ávallt í einhvert nostalgíst partý ástand, lög á borð við Common People & Sorted For E’z & Wizz eru partýstandartar e-le-ganz!

4
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drd600/d659/d659409rm33.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
The Rolling Stones - Sticky Fingers frá árinu 1971. Þó hún hneigist til rólegra druggy-blús slagara a-la Sister Morphine og klassaballaða like Wild Horses er þessi plata þrusu stemmning. Klassíski opnarinn Brown Sugar gefur tóninn og lög á borð við Can't You Hear Me Knocking & Bitch sýna Jagger/Richards í sýnu kraftmesta (mæli einnig með Exile On Main Street ‘72 & Some Girls ’70

3
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drf300/f316/f31659er0ap.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
2 Many DJ's - As Heard On Radio Soulwax, Pt. 2. Kom út 2002. Absalút snilld frá Mix-meisturunum. Hér eru allir áratugir Popp/Rokk & Dansmenningarinnar teknir með þvílíku trompi. Þessa plötu á einungis að hlusta í heild enda til þess ætluð. Hér er allur anskotinn mixaður saman í nafni klúbbatónlistar, Velvet Underground, Stooges, Jackson, Dolly Parton, Destiny's Child, New Order, Lords Of Acid og ég veit ekki hvað og hvað! Á einkar vel við í föstudagsfiðringnum!

2
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drc400/c469/c4697062951.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
Beastie Boys' Paul's Boutique frá árinu 1989 er tímalaust meistaraverk sem stenst tímans tönn. Frábærlega vel unnin plata þar sem strákarnir spinna saman hinum ýmsu stefnum og straumum múzikar. Frá rokkaðari plötu þeirra Licence To Ill koma þeir hér á þessarri plötu með listaverk, málað með tónum, bítum og sample frá listamönnum á borð við Curtis Mayfield, Sly Stone, The Ramones, heyrast jafnvel áhrif frá Bítlunum sjálfum. Þessi er ein af þessum ávallt grípandi og skemmtilegu plötum sem til þess eru fallinn að lyfta partýinu upp svo um munar!

1
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drc000/c055/c055587qsse.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.
Þarf kannski ekki að koma neitt sérstaklega á óvart en þetta er The besta föstudagsbreiðskífa sem þrykkt hefur verið á vinyl! Frá hinni frábæru Off TheWall, má segja að hér krýnir Michael sjálfan sig sem konung poppsins. Kom út 1982 og er langt komin í sölu yfir 40 milljón eintök og er mest selda breiðskífa allra tíma! Undir tæknihandleiðslu Quincy Jones er þessi plata eins bulletproof og þær mega verða, allt morandi í hitturum og að ég held 7 af 9 lögum skífunnar fóru rakleiðis á topp 10. Þessi plata setur einfaldlega standartinn fyrir afburðagóðar og grípandi poppplötur. Endlaus svöl og tracklistinn feiki sterkur þ.á.m í réttri röð 4.Thriller 5.Beat It & 6. Billie Jean. Þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Meistarastykki!


Þessar rétt misstu af sæti….
The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drf500/f543/f54358e607k.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.The Prodigy - Music For The Jilted Generation (1995)

The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/dre900/e966/e96634i0jlc.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.Stereo Mc's - Connected (1992)

The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drf700/f719/f71911t7rrr.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.The Streets - Original Pirate Material (2002)

The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drf800/f802/f80256rrz9b.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.Black Sabbath - Paranoid (1971)

The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drf600/f626/f62681zzw2z.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.Elton John - Goodbye Yellow Brick Road (1973)

The image ?http://image.allmusic.com/00/amg/cov200/drc900/c991/c991887466w.jpg? cannot <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span> displayed, <span style='background: #FFFF00;color:#ff0000;'>be</span>cause it contains errors.Public Enemy - It Takes A Nation Of Millions to Hold Us Back (1980


Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er þessi listi minn alls ekki afgerandi og eru líklega fjölmargar plötur sem gera tilkall á þennan lista. Ykkur lesendur góðir eru endilega boðið að nefna fleiri titla sem kæta gætu mannskap á fjörlegu föstudagskvöldi!