Queen - Queen Queen
Queen
Platan Queen var fyrsta plata Queen og heitir hún bara Queen. Á þessari plötu eru meðal annars lögin Keep Yourself Alive, Great King Rat, Liar og Seven Seas of Rhye (án söngs). Queen platan er eina plata Queen þar sem ekkert lag komst á Greatest Hits disk með Queen en þeir gerðu þrjá Greatest Hits diska.

1. Keep Yourself Alive: Þetta lag er fyrsta Queen lagið á fyrstu Queen plötunni og að okkar mati er þetta viðeigandi byrjun á ferli Queen.Þetta lag var samið af Brian May og það er einstaklega útvarpsvænt og fólk á eflaust eftir að kannast eitthvað við það þegar það hlustar á það í fyrsta sinn. Semsagt gott lag en dáltið hrátt.

Einkunn á skalanum 1-10 : 8,25

2. Doing All Right : Þetta lag er mjög týbískt Queen lag en er samt Smile lag(en Smile var fyrrum hljómsveit Brian May, Roger Taylors og Tim Staffels). Lagið var samið af Tim Staffel fyrrverandi söngvara Smile ogBrian May. Þetta lag er fallegt og freedie mercury syngur þetta lag frábærlega það byrjar rólega en verður svo dáltið rokkað okkur finnst líka snilldar gítarsóló í þessu lagi. Þetta er eitt af betri lögum albúmsins.

Einkunn á skalanum 1-10 : 8.5

3. Great King Rat : Lagið Great King Rat er frábært að okkar mati er þetta besta lagið á plötunni. Það er samið af snillingnum Freddie Mercury, viðlagið er einstaklega grípandi og textinn flottur en það er miðkaflinn í laginu sem kemur aðeins niðrá laginu samt er þetta að okkar mati besta lagið á plötunni.

Einkunn á skalanum 1-10 : 9

4. My Fairy King : Byrjunin á laginu My Fairy King er dáltið skrýtin og í anda Uriah Heep en svo þróast lagið í mjög skemmtilegt lag.Miðkaflinn er mjög rokkaður en svo endar lagið mjög fallega. Í endanum á laginu kemur þetta textabrot (mother mercury look what you done to me)og eftir að Freddie fann upp á þessu fallega textabroti sagðist hann ætla að kalla sig Freddie Mercury í stað Freddie Bulsara.Lagið er samið af Freddie Mercury.

Einkunn á skalanum 1-10 : 8

5. Liar : Liar er eftir Freddie og byrjar á mjög skemmtilegum trommum og klappi og svo kemur gítarinn hjá May mjög flottur inn. Seinna verður lagið svo dáltið rólegt en stigmagnast svo aftur lagið er mjög flott en viðlagið getur orðið dáltið pirrandi vegna þess að það er dáltið endurtekið annars mjög flott lag en dáltið hrátt. Myndbandið við það er á aukadisknum á Greatest Video Hits (DVD).

Einkunn á skalanum 1-10 : 7,5

6. The Night Comes Down : Lagið er eftir Brian May og byrjar á einstaklega flottu kassagítarstefi og að okkar mati sést vel þarna að Brian May er einn besti gítarleikari í heimi.Lagið er dáltið í stíl Led Zeppelin og söngurinn er mjög rólegur og yfirvegaður og viðlagið er einstaklega fallegt. Allaveganna mjög flott lag þarna á ferðinni.

Einkunn á skalanum 1-10 : 8,25

7. Modern Times Rock ‘n’ Roll : Þetta er rokkaðasta lagið á disknum og dáltið pönkað. Það er samið af Roger Taylor og sungið af Roger Taylor.Þetta er ágætt lag en ekkert meistaraverk söngurinn hjá Roger er ekkert spes en gítarinn er flottur hjá May. En við erum sammála um að trommuleikurinn sé mjög flottur hjá Roger.

Einkunn á skalanum 1-10 : 7,5 (meðaleinkunn)8. Son And Daughter : Byrjunin er dáltið lík byrjunini á My Fairy King en svo breytist það í flott gítarriff og og hraðan en flottan söng. May samdi lagið og það er mjög rokkað.Við gátum fundið fátt af þessu lagi annað en að það er dáltið hrátt.

Einkunn á skalanum 1-10 : 8,25

9. Jesus : Lagið er eftir Freddie og sungið af Freddie og eins og margir sjá þá er það um Jesú.Boðskapurinn í þessu lagi er greinilegur og textinn er mjög flottur. Við höldum að lagið gerist þann dag sem Jesú snúi aftur til Jerúsalem á pálmasunnudegi.Lagið er mjög flott en líka mjög hrátt gítarinn er mjög flottur og margt mjög flott.Þetta lag er eitt af þriggja laga syrpu en þetta er eina lagið sem er á breiðskífu.

Einkunn á skalanum 1-10 : 7,5

10. Seven Seas of Rhye : Þetta lag er eftir Freddie Mercury Þetta er mjög gott lag en þessi útgáfa er án söngs á Queen II er það með söng og sú útgáfa varð fyrsta lagið með Queen sem komst í platínu.Það er mjög flott píanóstef í þessu lagi hjá Freddie. Þetta er góður endir á góðum disk.

Einkunn á skalanum 1-10 : 7

Yfir höfuð þá er platan mjög góð en þetta er ein vanmetnasta plata Queen að okkar mati. En það eru frábærir textar á henni og hún leggur línurnar fyrir það sem þessir snillingar áttu seinna eftir að gera. Þessi plata var legnst í framleiðslu en er mjög góð miðað við að þetta er frumraun hljómsveitarinnar.Á þessari plötu eru þeir ekki búnir að skapa sinn stíl en samt er útkoman ágæt.

Bestu lögin að okkar mati: Great King Rat,Doing All Right og Keep Yourself Alive.

Meðaleinkunn á skalnum 1-10: 7,975.


samið af Kerslake og Huy
Allar ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar og við biðjumst velvirðingar á stafsetningarvillum. kv.Kerslake og Huy.